Ritskoðun framkvæmdarvadsins

Ef það er eitthvað við efni þessarar síðu sem er brotlegt við lög á að sækja slíkt fyrir dómstólum. Framkvæmdarvaldið á ekki upp á sitt einsdæmi að hafa rétt til að ritskoða heimasíður.

73. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins 

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.


mbl.is Síminn lokar á síðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú gleymdir ákvæðinu um friðhelgi einkalífs...

Gestur (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:02

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Hvað hefur það með málið að gera? Ef einhver telur sig hafa orðið fyrir lagabroti af höndum þeirra sem setja efni á síðuna verður að fá dómsstóla til að úrskurða um slíkt (dómsstólar geta jafnvel lokað slíkum síðum meðan verið er að flytja málið). Það getur aldrei átt að vera lögreglan og síminn sem taka þessa ákvörðun saman.

Héðinn Björnsson, 10.6.2009 kl. 17:15

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Þeir sem hafa vilja til að líta þarna inn geta það ennþá.  Ég leit þarna inn snöggvast og fann ekkert í fljótheitum sem gæti flokkast undir barnaklám, en þarna er hinsvegar miður smekklegt orðbragð og myndir.  Einnig tók ég eftir að síðan hefur þá reglu að fólk undir 18 ára aldri er ekki velkomið.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 17:17

4 identicon

Gott væri nú ef menn kynntu sér málin áður en vaðið er af stað í bloggheimum

 Í fyrsta lagi væri ekki hægt að sækja þetta fyrir dómstólum hér þar sem síðan er hýst í BNA

Í öðru lagi er ekki hægt að komast að því hver er á bakvið hana og því ekki hægt að lögsækja nokkurn mann

Þannig að finnist eiganda síðunnar á sér brotið þá verður hann bara að stíga fram.. sem hann mun ekki gera því þarna hefur ýmistlegt misfallegt komið fram síðustu misseri

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 17:33

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sigmar.  Þótt að síðan sé vistuð í BNA ætti ekki að vera mikið mál að hafa samvinnu við löggæsluyfirvöld í BNA.  Annars falla vefsíður undir löggjöf þess lands sem síðan er vistuð ef ég man rétt.

Að öllu jöfnu ætti ekki að vera hægt að loka fyrir aðgang að vefsíðum vistaðar utan landssteina nema þar sé um að ræða gróf brot á lögum Íslands og almennu siðgæði (Barnaklám og annað gróft ofbeldi), og þá ætti það að vera með samþykki héraðsdóms.  Reyndar er það vafamál hvort internetþjónustuaðilar geti ákveðið það með sjálfum sér að takmarka aðgang að netinu, en það gæti vel staðist.

Þeir aðilar sem hafa lent í einelti þarna inni hafa samt alla mína samúð.  Ég lenti sjálfur í einelti í skóla, en honum var aldrei lokað vegna þess.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 17:52

6 identicon

 "Ég lenti sjálfur í einelti í skóla, en honum var aldrei lokað vegna þess."

 Vel mælt.

Hvenær lætur svo síminn eða vodafone bara loka á síður sem innihalda efni sem er ríkjandi stjórn ekki að skapi? Síður sem innihalda anarkíska hugmyndafræði? Þjóðernissinnaða hugmyndafræði? Antí-kristna hugmyndafræði? Sama hvað þú vælir og grenjar Sigmar, þá breytir ekkert þeirri staðreynd að þarna hefur RITSKOÐUN á internetinu verið sett í gang, og alræði er alltaf framkvæmt undir því yfirskyni að það sé verið að "vernda" borgarana.

oigjrt (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:15

7 identicon

Það eru undanþáguákvæði í Mannréttindasáttmála evrópu sem og íslenskum lögum um tjáningarfrelsi sem heimila skerðingu hennar

OG nei Axel, það er ekki hægt að hafa upp á eiganda þessarar síðu, hún hýst hjá aðila sem sérhæfir sig í nafnleysi

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:28

8 identicon

skerðingu þess... átti þetta nú að vera

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:29

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það á að krefjast þess að farið sé að stjórnarskrá landsins hvað sem hver segir og hún krefst þess að farið sé með svona mál fyrir dómstóla. Þar sem treyst er á er að það vilji enginn standa frammi og verja rétt sinn og því muni enginn geta kært málið. Með því að gefa í skin að á síðunni sé barnaklám er líka búið að stigmatísera hvern þann sem leyfir sér að verja rétt síðunnar til að njóta frelsis frá ritskoðun.

Hvað varðar umræðuna um hvar síðan er vistuð vil ég bara vísa í að stjórnarskráin er hugsuð til að afmarka hvar vald framkvæmdar- og löggjafarvaldsins skorðast. Þegar framkvæmdarvaldið velur að ritskoða svona síðu fer það fram úr valdheimildum sínum, hvort sem síðan er vistuð erlendis- eða hérlendis. Eðlilegast væri að það væri dómsvaldið sem úrskurðaði um blokkeringu á erlendunm heimasíðum þar sem talið er að séu birtar upplýsingar sem brjóta íslensk lög.

Héðinn Björnsson, 10.6.2009 kl. 18:38

10 identicon

og eitt enn, skólalíkingin er afar slök - því þar veistu þó hver það er sem er að leggja þig í einelti og hægt er að ræða við viðkomandi

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:39

11 identicon

Hvernig ætlar þú að fara dómstólaleiðina þegar enginn er til að lögsækja Héðinn?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:40

12 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það væri eðlilegast að þeir sem telja á sér brotið eða þá ríkissaksóknari sækjist eftir dómsúrskurði gegn síðunni sem slíkri. Þannig væri tryggt að framkvæmdarvaldið hefði það ekki alfarið í hendi sér að loka síðum án takmarkanna. Vald án takmarkanna verður misbeitt.

Héðinn Björnsson, 10.6.2009 kl. 18:49

13 identicon

Íslenskir dómstólar eða ríkissaksóknari hafa ekki lögsögu í þessu máli þar sem síðan er ekki hýst hér

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:57

14 identicon

Ef einhverjum þarna úti sem er annt um tjáningarfrelsið telur sig þurfa að fá þessu hnekkt þá er bara að fara dómstólaleiðina - færi hann með málið eins langt og hann kæmist myndi það strand á undanþáguatkvæði ME

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:00

15 identicon

Ég skal nú bara segja þér það Héðinn að ég er ein þeirra sem hef barist fyrir lokun þessarar síðu. Ég hef persónulega haft samband við hýsingaraðila þessarar síðu sem létu það nægja að tala við eigandann sem "blokkaði" notandann sem ég kvartaði undan. Þarna geta allir sett inn efni í skjóli nafnleysis og eigandi síðunnar, sem ég hef líka haft samband við neitar að gefa upp svo mikið sem iptölu notandans sem ég kvartaði undan. Samt var sá notandi að dreyfa barnaklámi. Ekki nóg með að hann dreyfði barnaklámi heldur fylgdi fullt nafn, heimilisfang, email og símanúmer hjá einstaklingnum sem var á myndinni. Við vitum ekkert hver þetta er, sem er að dreyfa þessu og fáum sennilega aldrei að vita það.

Ég var líka lögð í einelti í grunnskóla og skólanum var heldur ekki lokað. En þar vissi ég hver gerandinn var, hvar hann átti heima og hverjir foreldrar hans voru. Þú getur ekki líkt þessu saman!

Ég fagna þessu framtaki símafyrirtækjanna þótt ég geri mér grein fyrir að þegar einlægur brotavilji er fyrir hendi eins og hjá notendum þessarar síðu þá finna þeir ávalt leið. En fyrirtækin fá klárlega plús fyrir viðleitni.

Með bestu kveðju inn í sumarið,

Ásta Hrönn Ásgeirsdóttir

Ásta (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:17

16 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Það er rétt Sigmar að það eru ákvæði sem heimila takmörkun tjáningafrelsis í Íslenskum lögum.  Héðinn vitnaði í þau í færslu sinni, og ég gaf upp hver minn skilningur á því er varðandi vefsíður.  Hinnsvegar er ég ekki lögfræðingur og get því ekki lagt mat á það hvort þessi lokun hafi verið réttmæt.  En það að lögfræðingar Vodafone tóku sér nokkra daga í að skoða málið áður en þeir komust að niðurstöðu gefur til kynna að þessi ákvörðun hljóti að vera á mörkum þess sem hægt er að kalla réttmætt.

En á hinn bóginn, þá er hverjum þeim sem rekur þjónustufyrirtæki í sjálfsvald sett hvaða þjónustu hann selur og til hverra, svo lengi sem það brýtur ekki í bága við jafnréttisákvæðis stjórnarskránnar:

65. gr. [Allir skulu vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti.
Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna.]1)

Það gefur þjónustusalanum heimild til þess að neita aðila um þjónustu vegna þess að hann er meðlimur í Frímúrarareglunni.  Þetta gæti réttlátt lokunina að vissu leyti.

Enn og aftur vil ég taka það fram að ég er ekki hrifinn af því efni sem er á þessari tilteknu vefsíðu og er ekki að verja þessa síðu sem slíka.  Ég er bara að velta fyrir mér lögmæti takmörkunarinnar (ekki réttlæti).  Ég hef heldur engann áhuga að fara með þessa lokun fyrir dómstóla.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 19:18

17 identicon

Þú fyrirgefur Ásta, en hvernig tókst þér eitthvað engum yfirvöldum hefur tekist hér.. að finna eiganda síðunnar?

Sigmar Magnússon (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:29

18 identicon

Það er hægt að senda admin tölvupóst. Eigandinn kom að sjálfsögðu ekki undir nafni. Ég veit ekkert hver það er en ég hef átt tölvupóst samskipti við hann/hana.

kveðja,

Ásta Hrönn

Ásta (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:32

19 identicon

Það er lauflétt að rekja hýsingu vefsins til þjónustunnar sem heldur henni uppi, en það skilar litlum árangri þar sem ekki er hægt að ná beint til eigandans - öll samskipti verða að eiga sér stað gegnum kerfi þar sem ekkert er hægt að rekja. Ástu gæti mögulega hafa tekist þetta með því að hafa samband við einhvern tölvufróðan einstakling, þó mig gruni að hún sé eitthvað að skálda. Hún er líka augljóslega stuðningsmaður Vinstri-Grænna.

Sigmar, það er alkunnugt að íslensk lögregluyfirvöld hafi ekki mjög tæknivædda rannsóknarlögreglumenn og því kemur mér það ekki á óvart að þeir geti ekki komist að uppruna vefsins - það er með öllu ómögulegt þökk sé dulkóðuninni og bandarískum lögum sem tryggja nafnleysi eigandans.

Aðgerðir Símans og Vodafone eru svívirðilegar og stuðla einungis að því að skerða tjáningarfrelsi einstaklingsins. Fólk ætti umsvifalaust að rifta samningum sínum við þessi fyrirtæki og fara með viðskiptin til aðila sem bera virðingu fyrir stjórnarskránni og viðskiptavinum sínum.Eða vill fólk kannski hafa yfir sér valdasjúk fífl sem vilja ritskoða og banna allt sem þeim finnst að þú ættir ekki að sjá eða heyra?

fdkfhsdk (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:50

20 identicon

Þú sem kallar þig fdkfhsdk og þorir ekki að koma undir nafni. Ég skálda ekkert, er tölvufróð sjálf og þekki aðra enn fróðari. Hvaða stjórnmálaflokk ég styð kemur þessu máli ekkert við, en ég skal lofa þér því að ég kaus ekki vinstri græna í síðustu kosningum. Finnst þér í alvörunni að hér sé verið að skerða tjáningafrelsi einstaklingsins? Veistu hvað fer fram á þessari síðu? Ef einstaklingur gefur út klámmyndir af einhverjum sem er undir aldri og kallar það "listræna tjáningu" og er handtekinn í framhaldi og kærður fyrir dreifingu á barnaklámi, er þá verið að hefta tjáningafrelsi hans? Ef kennari bannar nemanda að kalla annan nemanda ljótum nöfnum og búa til lygar um hann, er hann þá að skerða tjáningafrelsi hans? Samkvæmt þínum, og annara, rökum þá hlítur svo að vera. Þú færð alla mína samúð.

Ásta Hrönn

Ásta Hrönn (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 19:59

21 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

fdkfhsdk:

Gangi þér vel að finna innlendann þjónustuaðila sem hefur ekki lokað fyrir þessa síðu.  Stóru þrír hafa lokað og aðrir sjálfsagt líka.

Axel Þór Kolbeinsson, 10.6.2009 kl. 20:46

22 identicon

Símafyrirtækin lokuðu á þessa síðu, ekki ríkið, á því er eðlismunur.

Arngrímur (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 06:24

23 identicon

Það er ef til vill ekki úr vegi að benda á þá staðreynd að aðstandendur vefsíðunnar geta hæglega farið með þessa lokun fyrir dómstóla, ef þeir telja vera um ólögmæta lokun að ræða, þ.e. í andstöðu við 73. gr. stjórnarskrár er fjallar um tjáningarfrelsi.

Þá er jafnframt hægt að skera úr um það í leiðinni hvort efni síðunnar er í andstöðu við lög eða ekki, t.d. 210., 229., og 234. gr. almennra hegningarlaga, svona til að nefna dæmi.

Spöglari (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 09:27

24 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég er ekkert endilega að segja að það eigi ekki að loka síðunni. Þekki ekkert til hennar sem slíkrar. Ég tel það bara ekki eiga að vera í valdi framkvæmdarvaldsins og alls ekki í valdi auðvaldsins að ritskoða heimasíður á netinu. Það verður að vera dómsúrskurður. Ef lög gera slíkt ekki mögulegt verður að leita til löggjafarvaldsins um slíkt en ekki bara gera það samt.

Héðinn Björnsson, 11.6.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband