Úr kosningaráherslum VG

Hérna má sjá kosningaráherslur VG fyrir síðustu kosningar. Í þeim standa meðal annars þessir þrír punktar:

  • Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.
  • Stórákvarðanir á borð við aðild að ESB á að útkljá með þjóðaratkvæðagreiðslu að undangenginni upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Afstaða Vinstri grænna er sú að hagsmunum Íslendinga sé best borgið utan ESB.
  • Styrkjum stöðu þjóðkjörinna þingmanna gagnvart ráðherrum með því að færa lagasmíð í auknum mæli úr ráðuneytum inn í þingið. Þá er eðlilegt að hluti (t.d. þriðjungur) þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um stór mál.
Nú er mál sem klárlega er mjög umdeilt, er stórmál á alla mælikvarða og sem hluti þingmanna krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um. Þá er að sjá hvort VG vill styðja það eða letja að kosningaráherslur flokksins í lýðræðismálum komi til framkvæmdar þó það sé í málefni sem forustan hefur ef til vill möguleika á að koma í gegnum þingið án þess að þurfa að sannfæra meirihluta þjóðarinnar. Þetta mál mun sýna hvað vegur þyngra þegar að stundarhagsmunir og stefna skarast.
mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm... Akkúrat !

En svo komust þeir í stjórn. Hvenær hafa stjórnmálamenn staðið við kosningaLOFORÐ ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 20:55

2 identicon

Hvað er að fólki? Við skuldum þetta og eigum að borga.

Hvernig væri hljóðið í okkur ef einhver önnur þjóð neitaði að borga okkur skuldir?

Ekki að sú staða komi einhvertíma upp vegna þess að við sem þjóð erum heimskasta þjóð í heimi þegar kemur að peningum, við höfum aldrei og munum aldrei ávaxta krónu nema með lánsféi á hvaða vöxtum sem er bara ef einhver vill lána þá erum við til.

HA (IP-tala skráð) 28.6.2009 kl. 16:14

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

@HA: Ég get ekki svarað fyrir aðra en ef t.d. Færeyjar eð Grænland skuldaði Íslandi gífurlegar fjárhæðir sem efnahagur samfélagsins stæði ekki undir að greiða myndi ég telja að við ættum að semja um greiðsluáætlun sem samfélag þeirra gæti staðið undir. Annars var efni blogfærslunnar að þjóðin ætti að ráða í þessu máli óháð því hvað manni fynst um málið, einfaldlega vegna stærðar þess og djúpstæðan skoðanaágreining í málinu.

Héðinn Björnsson, 29.6.2009 kl. 00:51

4 Smámynd: Fríða Eyland

Ég er ósammála HA, tel okkur ekki skulda þetta heldur Samson Feðgana, sem nú sigla um á snekkjum og lifa eins og kóngar. Ég skulda til dæmis aðeins það sem ég hef tekið að láni.

Fríða Eyland, 29.6.2009 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband