Rétt en misvísandi

Það er alveg satt að vöruskiptajöfnuðurinn er jákvæður um 40 miljarða fyrstu 7 mánuði ársins og verða því væntanlega jákvæð um 60-70 miljarða í lok ársins, á móti kemur að þáttatekjur voru neikvæður um 65 miljarða á fyrsta ársfjórðungi og verða því líklega neikvætt um 250 miljarða á árinu. Þar sem þjónustujöfnuður verður væntanlega lítill verður viðskiptajöfnuðurinn fyrir 2009 því líklega neikvæður á bilinu 150-200 miljarða. Þessi útblæðing íslensks hagkerfis mun ef ekki verður brugðist við þurka upp allt hagkerfið og setja landið í þrot.

Að lokum vil ég benda á aðferð Ekvador sem síðan síðasta desember hefur minnkað erlendar skuldir sínar um 67% með því að kaupa upp eigin skuldir í útlöndum eftir greiðsluþrot.


mbl.is Nærri 40 milljarða afgangur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Þú hefur of miklar áhyggjur af engu, þáttartekjur ættu að dragast gífurlega saman á næstu árum. Þær jukust úr 7ma. 1998 í 250ma. þegar bankarnir voru að vaxa en núna er bara verið að gera þá upp.

En þessi tala er mjög viðkvæm fyrir genginu. Hún táknar meira skuldarstöðu, en fréttin er um vörujöfnuð sem er það eina sem raunverulega minnkar magn krónu í umferð og styrkir hana sé hún ekki prentuð á móti. En það er rétt að til að komast í plús þar þá þurfum við fyrst að greiða vexti af erlendum lánum.Krónan er of sterk þangað til vöru og þjónustu útflutningur dugar fyrir vaxtagreiðslum! Það eru áhugaverðir reikningar.

Uppgjörið og skuldirnar

Því miður er ekki verið að gera bankana upp við gjaldþrot sem myndi gera okkur öllum kleyft að kaupa okkar eigin skuldir og hefði verið það besta sem hefði getað gerst fyrir atvinnulífið hér. Skuldirnar í íslenskum kr. hefðu eflaust verið greiddar upp með erlendu láni í íslenskum banka og með afslætti. (meiri bussiness fyrir þá banka sem lifðu af.) Þarna hefði verið brunaútsala okkur í hag.

Never fix exchange rate

Gagnvart öðrum fjármálastofnunum finnst mér einnig ósamgjarnt að þeir fyrirtæki sem voru ekki "rétt rekin" fari ekki á hausinn og þeir fái 30-50% markaðshlutdeild labbandi inn til sín daginn eftir, ef 20þ. Euro * fjöldi sem á það mikið hefði verið lagt inní Byr okt. 2008 þegar Bretar greiddu sínu fólki Icesave, er ekki séns að hann hefði farið á hausinn. Sama á við um SPRON og banka sem hefði verið hægt að stofna MP, Netbankinn sem er eign SPRON, td. hefði FME getað tekið yfir frjálsa en ekki allt kaupþing. Viðkomandi fyrirtæki hafa búið við ósamgjarna samkeppni á markaðnum þar sem hitt fyrirtækið rak sem halla og fór svo á hausinn.

Never BailOut.

En mjúkir stjórnmálamenn sem er ennþá að venjast því að senda ekki 10 manna fyrirtæki með 50mil tap á ári árlega lán frá atvinnuuppbyggingarsjóðum eiga erfitt með að skilja þetta.

Sér hagsmunir þeirra sem áttu innistæður umfram 20þ. Euro eða 3,6 mil. sem ríkið hefði geta greitt og ofaná þær að vild og þeirra sem áttu skuldabréf í bönkunum, peningamarkaðssjóðum urðu ofaná. Einnig er þetta eflaust gott fyrir starfsmenn bankanna sem féllu fyrst, en þeir hefðu flust í hina bankana eða verið beðnir að vera áfram. Helmingurinn var hvort eð er sendur heim og hinir lækkaðir um helming í launum.


Hjalti Sigurðarson, 31.8.2009 kl. 11:34

2 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Þáttatekjur fara ekki bara minnkandi heldur hrapa. Þetta er eitt af grundvallaráhyggjuefnum næstu áratugina og varla hægt að gera lítið úr þessu vandamáli. Ég get ekki séð að það geti nokkurntíma náðst jöfnuður miðað við þær erlendu skuldir sem ríkissjóður er að taka á sig.

Annars er málflutningur Gylfa Magnússonar merkilegur sjá hér. Hann tala gjarnan um að hlutirnir séu betri en gert var ráð fyrir.

Það var ljóst í að vöruskiptajöfnuðurinn myndi vera á þessu bili. Á hagstofunni segir t.d. í maí um vöruskiptajöfnuð fyrstu þrjá mánuði ársins "Afgangur var því á vöruskiptunum við útlönd, reiknað á fob verðmæti, sem nam 16,9 milljörðum" þ.e. fyrir fyrsta ársfjórðung.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 31.8.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ef tekjur umfram útgjöld ekki duga fyrir vaxtargreiðslum eykst skuldsetning einingarinnar og er hún þá rekin með tapi. Þetta gildir jafnt um fjölskyldur, fyrirtæki og hagkerfi. Án skuldaafléttingar t.d. eins og þá sem framkvæmd var í Ekvador kemst landið ekki aftur í jákvæðan viðskiptajöfnuð á næstunni og fyrr förum við ekki að sjá neina styrkingu á efnahagnum.

Ég er hinsvegar sammála þér Hjalti um að betra hefði verið að láta bankan fara í gjaldþrot sem þeir n.b. enn ekki eru komnir í . Ríkið hefði getað stofnað nýjan banka í kringum ÍLS og boðið í þær skuldir gömlu bankanna sem þeim leist á og látið erlendu kröfuhöfunum eftir að rukka hitt án aðstoðar. Slíkt þorði ríkisstjórn Geirs H. Haarde hinsvegar ekki að gera og vinstristjórnin svokallaða hefur heldur ekki þorað að ganga í uppgjörið við fjármálaauðvaldið, frekar en kratar hafa nokkurn tíman þorað.

Héðinn Björnsson, 3.9.2009 kl. 09:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband