Vond fjárfesting?

Ríkið leggur fram 72 miljarða í ríkisskuldabréfum og fær fyrir það 13% eignarhluta í Nýja Kaupþing sem við það fær 12% eiginfjárhlutfall. Erlendu áhættufjárfestarnir sem keyptu kröfurnar í bankann á brunasölu leggja jafn mikið af kröfum og eignum í bankan en fá ráðandi hlut og bankaleyfi til að ná aftur peningunum sínum með skammtíma uppskrifun á eignum og bókfærðum hagnaði ala 2007 og svo hægt að láta allt draslið rúlla aftur þegar kemur í ljós að lítið fæst upp í lánasafnið. Við eigum að bera alla ábyrgð ef allt fer á versta veg en hinir hirða mest allan gróðan ef einhver verður. Einhvernvegin efast ég um að þetta sé heillavænlegt viðskipta-módel fyrir almenning.

Helst hefði ég viljað sjá bankana þrjá fara í gjaldþrotaskipti án aðkomu ríkisvaldsins og svipt þá bankaleyfinu fyrir gáleysi og/eða glæpsamlega hegðun í bankarekstri. Ríkið gæti síðan stofnað sinn eigin nýja banka sem keypti þær eignir sem þeim leist á í brunarústum bankanna fyrir skuldabréfin sín í stað þess að vera gefa gömlu bönkunum þá til að endurræsa sig án þess einu sinni að geta komið í veg fyrir að bankastarfsemin haldi áfram gömlum töktum. 

Að lokum finnst mér verulega einkennilegt að það sé hægt að taka svona stóra ákvörðun um framtíðarskipulag íslensks hagkerfis án þess að ræða það við fjárlaganefnd. Hvernig er hægt að binda ríkið fyrir 200 miljörðum án aðkomu fjárlagavaldsins? Þarf ekkert að ræða þetta í þinginu? Maður spyr sig...  


mbl.is Kröfuhafar gætu eignast Kaupþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Ásgeir Jóhannesson

Góð komment, og takk fyrir síðast

Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, 3.9.2009 kl. 20:35

2 identicon

Héðinn, ég er þér algerlega sammála hvernig það má vera að hægt sé að taka slíka ákvörðun án samráðs eða eftirlits Alþings og nefnda þess! Hvað þá að viðra ákvörðunina fyrir almenningi, sem mér finnst ekkert annað en sjálfsagt, og sérstaklega þar sem helstu lofendur gagnsæis halda um stjórnataumana.

Það er eins og Ísland sé ennþá á stigi ráðherravaldsins sem komst á með Hannesi Hafstein 1904 ef ég man rétt. Þetta var eðlilegt stjórnarstig þegar Ísland var aumkunarverð hjálenda danska konungsveldisins, sem best var stjórnað af nokkurs konar pró konsúli í rómverskum stíl. 

Og þrátt fyrir stofnun íslenska lýðveldisins 1944 erum við ennþá á þessu stigi stjórnarhátta. Þetta er ein aðalástæðan fyrir að hrunið var mögulegt; lokað, eftirlits og ábyrgðarlaust stjórnkerfi.

Kristján Gunnarsson (IP-tala skráð) 3.9.2009 kl. 21:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband