Vanhæft vegna skoðanna?

Það er að mínu mati tóm della að fólk sé metið til hæfis við starfsumsóknir eftir skoðunum. Ég deili ekki mörgum skoðunum með Jóni Magnússyni en fæ ekki séð að hann geti talist vanhæfur til þess að vera saksóknari vegna skoðanna sinna.
mbl.is Jón dregur umsókn til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

að hafa skoðun verður það þá "erft" við mann um ókomna tíð ?

Jón Snæbjörnsson, 14.9.2009 kl. 14:25

2 identicon

Ef menn koma með sleggjudóma eins og Jón gerir á blogginu sínu áður en menn eru dæmdir er ljóst að hann er ekki hæfur til að taka yfirvegaðar hlutlægar ákvarðanir sem saksóknari. Það er hárrétt ákvörðun að hafna honum.

Óli (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 14:30

3 identicon

Sammála þér Héðinn.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 14:38

4 identicon

Er ekki verið að undirbúa þjóðina fyrir að Eva Joly verði dæmd vanhæf af dóms - og stjórnvöldum, og allt það starf sem hefur verið unnið af hennar fólki? 

Samfylkingin lagðist hörð gegn ráðningu hennar og hefur reynt það sem hún hefur getað til að gera hana tortryggilega og erfitt fyrir með að halda upp eðlilegri starfsem hérlendis, eins og konan benti á með svo áhrifaríkum hætti í fjölmiðlum.

Af gefnu tilefni er ekki óeðlilegt að samsæriskenningar kvikni þessi misserin þegar flokkarnir og stjórnmálamenn hafa verið í aðalhlutverkum hrunshryðjuverkamanna, og eða nátengdir þeim.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 15:26

5 Smámynd: AK-72

Ég held að menn vilji bara einfaldlega gulltryggja sig gegn því að hægt sé að beita lagaklækjum.

 Skoðum Jón Magnússon og hvað gæti gert hann óhæfan:

1. hann er Sjálfstæðismaður og fyrrum þingmaður í hrunflokkinum. Politískar skoðanir hans og ferill gæti flækst fyrir.

2. Hann hefurvaðið fram með talsverða gagnrýni og talað þannig að almenningi kæu hlutirnir ekki við.

3. og þetta er líklegast mikilvægasti punkturinn: hann er faðir Jónas Fr. Jónsson.Efsá lendir á sakmannabekk sem er ekki ólíklegt vegna glæpsamlegrar vanrækslu, þá gerir það stöðu Jóns mjög óheppilega og jafnvel þannig að hann gæti eyðilagt rannsókn.

AK-72, 14.9.2009 kl. 15:45

6 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Punktur 3 hjá AK-72 er líklega sá sem skiptir mestu máli. Það eitt og sér gerir blessaðan kallinn vanhæfan big time!

kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 14.9.2009 kl. 22:38

7 identicon

Uuu, ef ég léti hafa það eftir mér að hr. X væri ótýndur glæpamaður, væri þá hafið yfir allan vafa að ég væri manna bestur til þess fallinn að sækja til saka (fyrir hönd íslendinga) hr. X?

 Ef ég er í þokkabót faðir hr. Y, sem átti að hafa eftirlit með hr. X, er ég þá manna best fallinn til þess?

Benni (IP-tala skráð) 15.9.2009 kl. 01:13

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það má vel vera að Jón sé vanhæfur til starfanna en það er þá ekki fyrir bloggskrif sín heldur einmitt aðra hluti sem nefndir hafa verið.

Héðinn Björnsson, 15.9.2009 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband