Dæmi um sparnað við að fækka störfum.

Segjum að við hættum við að ráða í starf sem launataxta upp á 400 þúsund krónur. Þá er einn í viðbót á atvinnuleysisbótum upp á 150 þúsund og sparnaðurinn er kominn niður í 250 þúsund. Af þeim hefði 100 þúsund farið í tekjuskatta og sparnaðurinn er orðinn 150 þúsund. Vegna þessa sparnaðar dregst verslun saman um 50 þúsund vegna þess að maðurinn á atvinnuleysisbótum dregur úr neyslu og af þeirri neyslu hefði fjórðungur farið í neysluskatta og fjórðungur í skatta í verslunar og þjónustugeiranum og því er sparnaðurinn kominn niður í 125 þúsund. Ofan á þetta bætist félagslegur kostnaður við að hafa fólk á atvinnuleysisbótum, s.s. lægri greiðsla í leikskóla, frítt í sund, eftirfylgni um virka þátttöku á vinnumarkaði o.s.frv. og ef við setjum þann kostnað í 25 þúsund er sparnaðurinn kominn niður í 100 þúsund krónur.

Ef við ætlum að ná saman fjárlagahallanum með svona óskilvirkum niðurskurði er verkefnið framundan tröllvaxnara en ég held að stjórnmálamenn okkar gera sér grein fyrir. 


mbl.is Hallinn stefndi í 193 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Það er ekki punkturinn... VG vill einfaldlega lækka alla í launum til að hér verði ríkisalræði. Ef þú ert ekki aumingi með hor í nös, þá ertu réttdræpur í huga VG.

Liberal, 19.6.2009 kl. 16:10

2 identicon

En það er eiginlega ekki ríkið sem borgar atvinnuleysisbætur, það eru fyrirtækin sem gera það.

Plato (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 16:23

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Héðinn.

Þetta er akkúrat málið sem þú bendir á. Ég er búinn að vera að melta þetta síðan í haust og ég átta mig ekki á því hvernig það er yfirhöfuð mögulegt að ná þessum hallarekstri niður í núllið fyrir ársbyrjun 2013 - án þess að leggja velferðarkerfið í rúst. Þegar einkageirinn tekur ekki við fólki og er sjálfur allur meira og minna á hausnum þá er ekki von á góðu.

Ólafur Eiríksson, 19.6.2009 kl. 16:24

4 Smámynd: Velvakandi

Rétt Plato.  Reyndar er það hið virðisaukandi atvinnulíf (fyrirtækin+einstaklingarnir) sem borgar allt saman þegar upp er staðið.

Það er aumt að sjá ríkið draga mátt úr atvinnulífinu með auknum álögum án þess að draga mun meira úr yfirbyggingu hins opinbera.  Það stefnir okkur aðeins í enn dýpri kreppu.

Velvakandi, 19.6.2009 kl. 16:51

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það eina sem ég sé í stöðunni er að gera eftirfarandi:

  1. Minnka innkaup ríkisins frá útlöndum.
  2. Leggja af atvinnuleysisbætur og skipuleggja alla án atvinnu til verðmætasköpunar.
  3. Láta lánadrottna okkar vita að við stöndum ekki undir jafn háum vaxtargreiðslum og þeir krefjast.

@Liberal: Heift þín gagnvart VG kemur í veg fyrir að þú komir hugmyndum þínum á framfæri. Nema þú teljir að þingmenn VG velji að skera niður í launum opinberra starfsmanna vegna sérstaks haturs þeirra á slíkum í tilraun þeirra til að koma á alræðislegu skipulagi lágtlaunaðra embættismanna sem ætli að drepa alla sem vilja vinna í einkageiranum. Sé það skoðun þín kemst hún til skila, en ég verð að segja að hún stemmir ekki við nein af mínum kynnum við þennan flokk eða fólkið þar.

@Velvakandi: Af hverju telur þú að það sé eignarhaldið á starfseminni sem ræður því hvort það taki þátt í því að halda uppi velferðarkerfinu? Breyttist þá Hitaveita Suðurnesja úr byrði í stoð þegar hún var einkavædd og varð síðan aftur að byrði við að falla aftur í faðm hins opinbera? Eru býli sem eru í ríkiseigu hluti af ríkiskerfinu en býli í einkaeign hluti af því sem heldur uppi samfélaginu? Leikskóli byrði en bíó stoð? Hverskonar skitzo hagfræði er þetta eiginleg! Það hlýtur að vera eðli starfseminnar sem ræður hvort um samfélagsnauðsynlega starfsemi er að ræða og ekki eignarhaldið.

Héðinn Björnsson, 19.6.2009 kl. 17:22

6 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Héðinn min tillaga er sú að hætta að greiða listamannalaun og það strax þjóðinni hefur ekki efni á að borga mönnum laun fyrir að skapa list .

Hættum að leggja alla skapaða hluti í nefndir það er bara kostnaður og tefur málin 

Hættum að lifa hér á landi flytjum öll út og hættum að greiða hingað heim þá getum við sparar heilan helling 

Jón Rúnar Ipsen, 19.6.2009 kl. 18:08

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

@Ipsen: Finnst alltaf voða fyndið þessi áhersla á svona smáupphæðir eins og listamannalaun eða varnarmálastofnun. Vissulega safnast þegar saman kemur og ekki hefði ég neitt á móti því að setja listarmannalaunin niður í atvinnuleysisbætur. Það er líklegt að listamannavinna sé sú leið sem við fáum mest verðmæti út úr listamönnum. Ef þú ætlar að leggja niður þingnefndir þarf að breyta stjórnarskrá svo ég held það sé best að taka það bara upp á stjórnlagaþinginu og hvað aðrar nefndir varðar að þá held ég að það þurfi að benda á annan starfa fyrir þetta fólk ef það á ekki að mæta á nefndarfundi. Til væri ég að senda þau út að sá kartöflum og trjám. Hvað varðar landsflóttaleiðina að þá mun hún pottþétt verða notuð á næstu árum af um 100 þúsund manns. Í Færeyjum flúði um fimtungur landsmanna og þar voru fáir innflytjendur og hlutfallslega mun minni kreppa auk þess sem Danir björguðu þeim yfir versta kaflann.

Héðinn Björnsson, 19.6.2009 kl. 19:13

8 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

Það eru ekki smá upphæð sem eru í listamannalaunum og ef þessi þjóð vil skera niður hjá ellilífeyrisþegum og öryrkjum þá á að fella niður listamannalaun .

Hvað varðar nefndir þá skil ég ekki að þörf sé á að setja fyrst mál í nefnd og síðan að enn eina nefndina þetta er eingöngu til þess að skapa atvinnu fyrir menntafólk sem ekki hefur neina verklega reynslu þeim málum sem þau eru að fjalla um . Samanber vegamál hve margir af svokölluðu verkfæðingum hafi unnið eða kynnt sér vegagerð ?? Ansi fáir miða við útkomuna hjá þeim 

Jón Rúnar Ipsen, 20.6.2009 kl. 22:26

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Listamannalaun eru 266.737 krónur í mánuðarlaun og 1600 mánaðarlaun veitt á ári. Því verður raunsparnaður af því að leggja þau niður varla meiri en 50 þúsund krónur á hvern styrkþega, eða um 80 milljónir. Það eru náttúrulega miklir peningar í sjálfu sér en dugar óttarlega skamt upp í vaxtargreiðslur upp á 100 milljarða.

Héðinn Björnsson, 21.6.2009 kl. 11:43

10 Smámynd: Jón Rúnar Ipsen

80 milljónir myndu þá geta runnið til örykja og ellilífeyrisþega fólks sem getur ekki aflar sér fjár á annan hátt hef engan þörf til að styrkja listamenn með skattpeningum

Veits þú hver laun örykja og ellilifþega er ekki 266.737 krónuð á mánuði  það veit ég fyrir víst

Jón Rúnar Ipsen, 21.6.2009 kl. 11:58

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég er ekkert á móti því lækka listamannalaun niður í atvinnuleysisbætur og yrðu þau þá í raun bara leyfi atvinnulausra listamanna til að hætta að sækja um vinnur og sinna í stað listar sinnar. Það dugar bara voðalega skamt.

 Það virðist vera almennur skortur á því á Íslandi að fólk geri sér grein fyrir umfangi vandans. Allar aðgerðir og flestar aðgerðarhugmyndir standa í engu samhengi við stærð vandans. Soldið eins og að stinga upp á að nota plástur við opnu beinbroti.

Héðinn Björnsson, 22.6.2009 kl. 09:32

12 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Sæll Héðinn!

10% lækkun launa þeirra um 9000 ríkisstarfsmanna sem þyggja laun yfir 400000 á mánuði, væri ekki óraunhæfur kostur og myndi skila milljörðum í sparnað. Neysluvenjur þessa fólks eða lífsgæði myndu ekki þrátt fyrir þetta, skerðast meir en svo, að afskaplega lítil breyting yrði á hvað varðaði tekjuinnkomuna aftur til ríkisins.

Þannig mætti og má finna ýmsar leiðir, en ljóst er að allir verða að taka á sig eitthvað.

Magnús Geir Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 21:00

13 Smámynd: Héðinn Björnsson

@Magnús: Það er klárlega þess virði að skoða slíkar launalækkanir en þær duga skammt. Segjum að við lækkuðum laun fólks um 25% af þeim launum ríkisstarfsmanna sem eru umfram 400 þúsund er það ólíklegt til að skila meira en um 50 þúsund á mann á mánuði að meðaltali, eða um 5,4 miljarða á ári, en á móti kemur að tekju- og neysluskatttekjur minnka þá um a.m.k. um 2,8 miljarða þannig að alger hámarksgróði fyrir ríkissjóð af slíkum launalækkunum er um 2,6 miljarða. Það eru náttúrulega miklir peningar og ekki vildi ég reyna að finna þá á sársaukaminni hátt en það breytir því ekki að finna þarf pakka sem geta náð inn 65-földum þessum sparnaði.

Héðinn Björnsson, 26.6.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband