Lækkun úr 660 í 583 punkta er 11,7 % lækkun

Lækkun úr 6,6 % í 5,83 % er lækkun um 0,77 prósentustig og 11,7 prósent.
mbl.is Skuldatryggingarálagið á réttri leið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hallelúja.

 Mogginn passar sig raunar á því að nota ekki %-merkið, og þeir vilja meina að prósentur ~= %. Þannig nota þeir prósentur sem annað orð yfir prósentustig, og hundraðshluta sem orð yfir %. Þetta sleppur kannski á prenti, en leiðir fljótt til misskilnings þegar menn lesa þetta upphátt.

Benni (IP-tala skráð) 21.7.2009 kl. 15:47

2 Smámynd: Arnar Guðmundsson

ÁHUGAVERT

Arnar Guðmundsson, 21.7.2009 kl. 16:04

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Úr greininni:

"Kostnaður við að tryggja skuldabréf ríkissjóðs í evrum til 5 ára hefur lækkað um nærri 0,8 prósentur frá lokun markaða á miðvikudag. "

Kostnaðurinn hefur klárlega lækkað um tæp 12 prósentur og ekki nærri 0,8 prósentur. 

Héðinn Björnsson, 21.7.2009 kl. 17:30

4 Smámynd: Eiríkur Sjóberg

Héðinn,

 Þetta eru aldeilis góðar fréttir!  Mjög í rétta átt a.m.k.  Ef þessi þróun fær að halda áfram, og frekara traust skapast á efnahagslífinu hér, þá yrði það aldeilis jákvætt gagnvart mögulegum lánum Íslands í næstu framtíð sem myndu létta vaxtakostnað af lánunum sem þegar hafa verið tekin og létta þar með skuldabyrðina verulega.

Eiríkur Sjóberg, 22.7.2009 kl. 20:45

5 identicon

Héðinn, lækkunin er upp á 0,8 prósentustig, eða á orðfæri Seðlabankans og fjölmiðla: 0,8 prósentur. Væntanlega er eðlilegra að mæla þetta í prósentustigum frekar en %, en ef þú endilega vilt þá er þetta 12% lækkun; eða lækkun um 12 hundraðshluta.

Punkturinn hjá mér er að prósentur og % er sitthvor hluturinn. Það er því rangt hjá þér að segja að lækkunin sé um 12 prósentur - hún er 12%. Prósentur er ekki sama orð og prósent.

Benni (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 11:34

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Minn málskilningur er sá að prósentur sé fleirtöluútgáfa af orðinu prósent og því hafi sömu merkingu að öðru leiti. Þannig þýði það að kostnaður lækkar um 2 prósentur að sá kostnaður lækki um einn fimmtugasta af því sem hann var í byrjun og ekki að kostnaðurinn fari úr 4 í 2 prósentur af einhverri annarri upphæð. Svona er samblanda málfræði og tölfræði slungin :P

Héðinn Björnsson, 27.7.2009 kl. 14:18

7 identicon

Ég þjáðist af sama misskilningi fram undir síðasta haust, þegar ég skrifaði seðlabankanum tölvupóst og kvartaði undan hugtakanotkun þeirra. Ég fékk svar þess efnis að með tilvísan til álits íslenskufræðings færi betur á að segja "prósentur" í stað "prósentustiga". Sem sagt prósentur er ekki fleirtalan af prósent, heldur sitthvort hugtakið.

Maður lærir svo lengi sem maður lifir. Ég óskaði raunar eftir eintaki af téðu áliti en hef enn ekki fengið, um tíu mánuðum síðar.

Benni (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 18:00

8 Smámynd: Héðinn Björnsson

Vonum að Seðlabankinn hafi haft annað og betra að gera en að finna málfræðiálit :)

Annars er prósent náttúrulega orðskrýpi og hundraðshluti umtalsvert betra orð.

Héðinn Björnsson, 28.7.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband