Ögmundur ógnar ekki ríkisstjórninni

Það er ekki neinn í þingliði VG sem vill slíta þessu samstarfi og ef því verður slitið verður það vegna þess að Samfylkingin þolir ekki að verða undir í nokkru málefni. Þrátt fyrir að hafa orðið undir í stóriðjumálum, hvalveiðum og ESB-umsókn heldur VG áfram að styðja þessa ríkisstjórn og það verður einvörðungu vegna vilja Samfylkingar til að vinna með íhaldinu sem hún hleypst undan merkjum.
mbl.is Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ef ráðherra Ögmundurkýs gegn máli ráðherra í sömu stjórn og sama stjórnarflokki þar sem viðkomandi hefur lagt pólitískan heiður sinn að veði og er þar að auki foryngi meðal jafningja er það þvílíkt vantraust að samstarfgrundvöllur viðkomandi getur ekki varað. Annar hvor yrði að víkja. Slík ríkisstjórn myndi einfaldlega ekki geta starfað hvað sem menn annar vildu 'in theory'.

Gísli Ingvarsson, 11.8.2009 kl. 11:44

2 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ætli það séu ekki nema 29,8% kjósenda sem efast um heilindi VG í stjórnarsamstarfinu?

Ég get ekki betur séð en ef að stjórnin springur þá hafi það lítið sem ekkert með VG að gera.

Axel Þór Kolbeinsson, 11.8.2009 kl. 12:10

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bæði Steingrímur og Ögmundur myndu klárlega víkja sæti ef það væri nauðsynlegt til að halda lífi í vinstristjórn á Íslandi. Ég held að það sé engin vafi á því.

Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 12:19

4 Smámynd: Benedikta E

Héðinn.

Þú þarft ekki að hafa nokkrar áhyggjur af því að "íhaldið" gefi Samfylkingunni hið minnsta fækifæri....................!

Vertu óhræddur...............

Benedikta E, 11.8.2009 kl. 12:40

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Stjórnarsáttmálinn segir að sækja skuli um ESB ... það gekk eftir. Þar er líka gert ráð fyrir að samið verði um Icesave og ef VG vill það ekki er staðan ljós.

Jón Ingi Cæsarsson, 11.8.2009 kl. 14:36

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

@Jón Ingi: Getur þú fundið einn þingmann Samfylkingar sem myndi styðja vantraust á ríkisstjórnina? Eða bara einn þingmann yfir höfuð sem myndi flytja slíkt?

Héðinn Björnsson, 13.8.2009 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband