Nær að skoða unnar vinnustundir?

Atvinnumissir íslensku þjóðarinnar verður stórlega vanmetinn ef skoðað er skráð atvinnuleysi eitt og sér. Bæði er falið atvinnuleysi þeirra sem ekki eiga rétt á neinum bótum, þeir sem eru farnir til útlanda og svo þeirra sem fara í nám, en einnig er skert starfshlutfall orðið mjög útbreitt. Ekki svo að skilja að ég sé einhver sérstakur talsmaður þeirrar vinnuþrælkunar sem íslendingar hafa jafnan hampað sér að en ef við eigum að skilja af hverju álögur á hvern vinnutíma okkar hækka á sama tíma og réttindi skerðast þarf að horfa til hversu mikið vinnustundafall hefur orðið á Íslandi, en það er varla undir 20% og væntanlega nær 30%.
mbl.is Atvinnuleysi mældist 8,7% í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það er nú frekar að horfa á tekjulækkun. Því að á móti því að gera eins og þú gerir tillögu um kemur að nokkur þúsund af þeim sem eru skráðir atvinnulausir eru í hlutastörfum og fá atvinnuleysisbætur á móti. Þannig að þeir sem eru algjörlega án atvinu eru kannsi svona 6%

Magnús Helgi Björgvinsson, 11.6.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það eru fleiri án atvinnu en eru á atvinnuleysisbætum og aðeins þeir eru taldir þarna. Það er því verulegt vanmat að telja aðeins 6% af þeim sem séu á vinnufærum aldri séu algerlega án atvinnu eða skólavistar. Í góðærinu var þessi tala um 15% og er nú sjálfsagt um 25% eins og hún hefur verið í Danmörku um árabil.

Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 00:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband