Það eru engin Nóbelsverðlaun í hagfræði...

... en sænski seðlabankinn gefur út hagfræðiverðlaun til minningar um Alfred Nóbel og hefur gert frá 1968. Nóbelsverðlaunin eru veitt í eðlisfræði, efnafræði, læknisfræði, bókmenntum og friði og hafa verið veitt frá 1901.

Annars held ég að allt tal um að kreppan sé að verða búin sé fáránleg bjartsýni. Ekki hefur verið snúið við lántökufíkn vesturlanda, heldur bara aukið á hana og það er því viðbúið að nýja lánabólan mun springa innan skamms. Bendi fólki á greinar á vald.org um þetta efni. 


mbl.is Tókst að afstýra heimskreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skv. Wikipediu ganga verðlaunin iðulega undir nafninu "Nobel Prize in Economics", þó Nobel hafi sjálfur ekki séð ástæðu til að veita slík verðlaun. http://en.wikipedia.org/wiki/Nobel_Memorial_Prize_in_Economics#cite_note-2.

Benni (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 11:15

2 identicon

Já, Wikipedia hefur stundum rangt fyrir sér. Og margir fjölmidlar og einstaklingar kalla verdlaunin í hagfraedi "Nobelsverdlaun" sem er alrangt.

Saenski sedlabankinn stofnadi til thessara verdlaun og stendur fyrir kostnadi af theim. Og í óthökk afkomenda Alfred Nóbels  er theim úthlutad vid  sömu athöfn og hin einu og sönnu Nóbelsverdlaun og af thví stafar thessi ruglingur. Sem ekki síst er áberandi hjá bandarískum fjölmidlum.

S.H. (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 11:47

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er rétt Benni að þetta er algeng vitleysa en vitleysa engu að síður. Væri svipað og að kalla Edduna, minningarverðlaun um Alfred Nobel og kalla síðan alla sem hafa fengið hana Nóbelsverðlaunahafa í handritagerð, leikstjórn o.s.frv. 

Héðinn Björnsson, 10.8.2009 kl. 12:17

4 identicon

Já, það er rétt að leiðrétta allt sem ekki er rétt eða nákvæmt í fréttaflutningi/á síðum veraldarvefsins. Þar er af nógu að taka.

En það er nú kannski einhver stigsmunur á því að við Íslendingar förum að kalla Edduverðlaunin verðlaun Nóbels, og þegar nefndin sjálf sem veitir verðlaunin tekur upp á slíkri nýbreytni... 

En það er ágætt að vita það héðan í frá þetta með Nóbelsverðlaunin, ég vissi þetta ekki fyrir.

Benni (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband