19.8.2008 | 16:41
Fjölmiðlar og tölfræði
Það er mér sífelld undrun hvað erfiðlega virðist fyrir fjölmiðlafólk að vinna með tölfræðiupplýsingar miðað við að önnur hver frétt er einmitt tilgangslaus upptalning á tölfræðiupplýsingum. Þessar fréttir falla oftast í eftirfarandi flokka:
- Niðurstöður skoðanakannana.
- Stöðu Íslands í ýmsum samanburði við önnur ríki.
- Uptalning hagtalna.
Skoðanakannanir
Þegar kemur að skoðanakönnunum er sjaldnast horft til einnar mikilvægustu stærðarinnar í skoðannakönnununni sem er hversu margir vilja svara henni. Þegar t.d. 55% af fólki vill svara hvaða flokk það styður í borgarstjórn en 90% vill svara hvort það styður eða styður ekki nýjan meirihluta, þá er hin eðlilega túlkun gagnanna ekki að Samfylking stefni á að fé hreinan meirihluta í næstu kosningum heldur að stór hluti miðju og hægrimanna í borginni treysta sín ekki til að benda á neinn flokk sem þeir geta stutt í borgarstjórn.
Nánast án undantekningar notað of mikið af aukastöfum í svona fréttum. Það er alger lágmarkskunnátta í tölfræði að þegar að óvissa hleypur á hundraðshlutum að þá er markleysa að gefa upp niðurstöður í þúsundshlutum. Þaðan af síður er ástæða til að túlka það sem framgang að hækka um innan við hundraðshluta sem þó er gert að jafnaði.
Ekki er greint á milli kannana sem hefur gengið vel að spá fyrir um úrslit kosninga og þeirra sem hefur gengið það ver og jafnvel er sagt frá verulega ómarktækum könnunum ss. netkönnunum eða könnunum með runu spurninga sem leiða að ákveðinni niðurstöðu.
Staða Íslands í alþjóðlegu samhengi
Oft á ári koma inn á borð Íslendinga mikið af könnunum þar sem borið er saman lífsskilyrði milli landa og rata slíkar skýrslur jafnan í fréttir og þá gjarnan undir yfirskriftum eins og bestu lífsgæði í heimi á Íslandi. Þetta er jafnan gert algerlega án þess að taka fram að aðeins hafi verið skoðuð 10-20 lönd eða án þess að fram komi hvað hafið verið skoðað eða hvort tölurnar sé á nokkurn hátt sambærilegar milli landa.
Hagtölur
Þegar fjallað er um hagtölur í fréttum ógir nánast öllu saman í einn hrærigraut og sjaldnast er hægt að henda reiðu á hvaða hagstærð nákvæmlega er verið að ræða um eða hvort rætt sé um hlutfallshækkun eða prósentustigshækkun. Þá eru prósentur nánast án undantekningar lagðar saman vitlaust og er túlkunin á þessum breytingum líkleg til að vera úr öllu sambandi við óvissu þeirri sem fylgir viðkomandi hagtölum.
Maður hefði haldið að það væri allavega til einn fjölmiðill sem hefði ráð á að ráða tölfræðing sem gæti farið yfir augljósar tölfræðivillur á sama hátt og farið er yfir stafsetningar og málfarsvillur
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
er mcdonalds vísitalan ekki eins góð og hver önnur ?
hordurh (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 15:52
Vitneskju um tölfræði er óbótavant enda vantar það í menntakerfið.
Einnig væri kennsla í helstu hagtölum og samanburður á Íslandi og öðrum löndum.
Þetta væri fínt skyldufag í grunnskóla og áframhald í menntaskóla.
Johnny Bravo, 30.9.2008 kl. 15:11
Sammála um óvandaða fréttamennsku í fjölmiðlun á Íslandi.
Setti sjálf út á þessa könnun, af vankunnáttu þó, en framsetning hennar kom mér einfaldlega mjög spánskt fyrir sjónir.
Þó það sé nú annað mál, hvaða skrítna húfa er þetta sem þú ert með á myndinni?
Greta Björg Úlfsdóttir, 26.10.2008 kl. 23:53
.. innilega sammála, tölfræði er ekki meðal þess sem íslendingum er tamt að túlka. kv d
doddý, 22.11.2008 kl. 19:33
Já kannanir eru oft undarlega túlkaðar.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 30.12.2008 kl. 00:11
Þessa dagana eru íslendingar almennt að reyna að átta sig á stærri tölum en þeir hafa átt að venjast til þessa. Eftir að hafa talið kýr og kindur og margfaldað ýmist með 2 4 til að finna spenafjöldan tekur allt í einu við að reyna að telja hringi sem koma á eftir 1,2,3,eða 4 eða einhverri annarri tölu. Með því að ráða fram úr 0000 fjöldanum þar á eftir hafa menn þóst færir í flestan sjó í umræðunni um bankahrunið. Að því leyti er bankahrunið af hinu góða, Við Íslendingar verðum væntanlega talnagleggri og kyngjum ekki mótþróalaust allskyns staðhæfingum sem reynt er að troða oní okkur varðandi hugtök eins og atkvæðavægi svo dæmi sé tekið vegna þess að nú styttist mjög í kosningar.
Þórbergur Torfason, 7.1.2009 kl. 22:36
Hørt, hørt!
Vaka (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 19:17
Sæll Héðinn
þessi grein ætti að heita: Fjölmiðlar og fáfræði
Ég lagði stund á nám í sálfræði 2001 við Háskóla íslands. Vegna slælegrar fjárhagsstöðu fékk ég ekki námslán. Því var aðeins eitt í stöðunni og það var að finna sér vinnur semvoru ekki á skólatíma. Ég hljóp með fréttablaðið á nóttunni og eitt sinn var svo hringt í mig og ég beðinn um að hringja út skoðanakönnun. Þetta var einmitt þegar IGS var að yfirgefa borgarstjórnarstólinn til að fara í landspólitíkina. Vinur minn Sigurjón M. Egilsson ( þekkti hann ekkert þá) var þar með spurningalista sem einhver hafði samið og bað mig og aðra um að hringja í 300 manns og fá svör við spurningunum.
Ein spurningin var svona:
Varst þú ánægður eða óánægður með brotthvarf Ingibjargar Sólrúnar úr starfi borgarstjóra.
Þetta er eins illa gerð spurning og hugsast getur. Því allir hafa sína útgáfu af svarinu.
Sjálfstæðismenn sögðu:
Já ég er mjög ánægður með að vera laus við hana úr borginni.
Nei mér fannst ótrúlega lélegt af henni að svíkja kjósendur sína.
Aðrir sögðu:
Já mér finnst frábært að fá hana í landsmálin
nei mér finnst ferlegt að missa hana úr borgarstjórn.
Niðurstaðan var túlkuð þannig að mjög margir hefðu verið ánægðir með hevrnig hún fór úr borgarstjórn.
Svarið var fullkomlega ómarktækt.
Vonandi er Fréttablaðið að vinna sín mál betur í dag en því miður óttast ég að svo sé ekki.
kv
Vésteinn Gauti
Vésteinn Gauti Hauksson, 27.1.2009 kl. 12:17
Smá útúrdúr.10l .málning í Húsaamiðjunni kostar 9.990 kr og ég fæ 50&afslátt vegna útsölu ,sem sagt ég fæ dósina á 4.980 kr.Fer í Múrbúðina sé 10l af málningu á 3.990 kr.'Eg vill fá sama afslátt í múrbúðinni og vil ég fá málninguna á ekki neitt og tæpan 1000kall með málningunni.Afsláttartölfræði er skrítin skepna.
Hörður Halldórss. (IP-tala skráð) 27.1.2009 kl. 16:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.