Alltaf skal sparað með því að reka skúringarfólk

Það segir sitt um hverjir ákveða hvar skuli sparað að alltaf er það skúringarfólk sem verður fyrst til að fara. Gildir þá engu að sparnaðurinn er nánast enginn enda fær þetta fólk lítið meira fyrir störf sín heldur en atvinnuleysisbætru. Hverskonar hagfræði er það sem segir að það sé betra að vera með skítugan spítala með tilheyrandi smitsjúkdómum heldur en að halda fólki í vinnu sem annars fer heim í sófa.

Heilbrigðiskerfið er ógurlegt bákn og þar má spara tugi milljarða bara með því að minnka bruðlið en alltaf skal samt reka skúringarfólkið. Ég treysti á að komandi ríkisstjórn muni fara út í heildstæðari sparnaðaraðgerðir í stað þess að henda bara kostnaðinum frá einni stofnun yfir á hina. 


mbl.is Óskiljanleg harka Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hEhEhE - þetta er bara tragikómískt - man eftir svipuðum aðgerðum árið 1980 eða '81, þá átti að spara á Borgarspítalanum og þá voru nokkrar skúringakonur reknar... sagan endurtekur sig, ótrúlegt að ekki skuli vera til betri sparnaðarleiðir tæpum 30 árum síðar en að sparka skúringarfólkinu - ótrúlegt

Imba sæta (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 14:35

2 identicon

Þetta er nátturulögmál nýfrjálshyggjunar. Þessari ákvörðun verður að breyta núþegar. Nýja ríkisstjórnin verður að stöðva svona ákvarðanir, að leita útfyrir landið eftir vinnuafli þegar þúsundir eru atvinnulausir  á  Íslandi.  Hvar á byggðu bóli, eru til svona vitleysingar nema á Íslandi.  Hættið að vinna í nokkra daga og sjáið hvað gerist,  Já, síðasti fávitinn er ekki fæddur í stjórnunarmálum.

J.þ.A (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:00

3 identicon

Tja skúringarfólkið er greinilega ekki nógu merkilegt innan veggja spítalans hjá niðurskurðafólkinu. En hvað kostar það að reka þetta fólk? Þ.e.a.s. miða við kostnað sem gæti hugsanlega komið upp í sambandi við að þurfa að loka hálfu og heilu deildunum ef einhverjir smitsjúkdómar koma upp vegna óþrifnaðar? Er þá betra að henda út ísl. skúringarliðinu út og bíða eftir að fá ,,betra" erlent vinnuafl sem er til í að gera þetta fyrir minni pening... tja... krónan er jú ekki svo há svo gæðin (þrifnaðurinn) hlýtur þá að vera í samsvarandi flokki og launin.

En varla býst ég við að ísl. skúringarfólk sé á svipuðum launum og í DK, þar sem þeir eru með rúmlega 2200 isk. á tímann, spurning hvort það verði þá ekki bara landsflótti líka frá þessum hópi eins og öðrum til útlanda... og spítalarnir sitja uppi með óþrifnað... eða meiri kostnað miða við óbreyttar aðgerðir...

Linda (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 15:16

4 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Ef Landspítalinn fyllist t.d. af dönsku ræstingafólki ætti það íslenska að bjóða í ræstingu á danska hospitalet. Danir myndu líklega spara á því! En ætli ræstingakostnaður hér myndi þá ekki aukast?

Þorgrímur Gestsson, 29.1.2009 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband