29.1.2009 | 15:43
Bjóðum upp kvótan.
Í stað þess að úthluta kvótanum ætti að bjóða hann upp. Það væru aðallega þrír aðilar sem ég gæti hugsað mér að myndu bjóða:
- Atvinnuhvalveiðimenn
- Friðunarsinnar
- Sportveiðimenn
Meðan stofnin stendur undir veiðum er mér sama hver fær hnossið og því eðlilegast að þeir sem geta borgað geri það. Friðunarsinnar í útlöndum fá þá hreinan valkost við að mótmæla hvalveiðum okkar sem er að bjóða í veiðiheimildina. Á þennan hátt gæti einnig skapast ný atvinnugrein sem væri raunverulegt hvalasafari þar sem ríku fólki byðist að fá að skjóta hval gegn mikilli borgun.
Á tímum þar sem óvíst er með markað fyrir afurðirnar er þetta líklega besta leiðin til að fá tekjur af þessarri auðlynd og hún kemur í veg fyrir að spilling ráði hver nýti auðlyndina sem er jú sameign landsins. Það skýtur skökku við að stjórnvöldum finnist ástæða til að bjóða út ræstingar á landsspítalanum en ekki sé hægt að bjóða út hvalveiðiheimildir.
Skagamenn vilja fund um hvalveiðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hreint ekki slæm hugmynd!
Góður millileikur í viðkvæmri stöðu:)
Ásgeir Rúnar Helgason, 29.1.2009 kl. 16:03
Já, af hverju ekki?
María Kristjánsdóttir, 30.1.2009 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.