16.3.2009 | 17:07
Hvað er að vera illa staddur fjárhagslega?
Tekjur manns 356 þús.
Tekjur konu 130 þús.
Fjármagnstekjur 100 þús
Samtals 586 þús.
Kostnaður vegna dvalar á Sóltúni: 240 þús.
Eftirstöðvar: 346 þús fyrir skatt.
Ég vil til samanburðar benda á að ég hef sem jarðeðlisfræðingur á ÍSOR um 330 þúsund í tekjur fyrir skatt á mánuði. Ég veit ekki hvort það er bara ég sem er lítillátur en mér finnst blessuð konan ekki vera nein vorkun að ná saman endum með þessar tekjur. Auðvitað er hart að þurfa að spara við sig og vel mætti gera svona stofnunum að hækka ekki gjöld hraðar en svo að fólk geti brugðist við þeim en mér finnst kannski vera soldil einföldun að segja að það sé verið að koma í veg fyrir að konan geti lifað í húsinu sínu. Bara spariféð sem í dag gefur 100 þúsund í fjármagnstekjur standa vel undir því að fjármagna þessa dvöl í amk. 3 ár svo það er nú ekki eins og verið sé að þvinga þau til að selja núna á alversta tíma.
Annars er gott að setja fókus á lífeyrismisrétti milli kynjanna og það eru sjálfsagt margir í verri stöðu en þessi hjón sem hér er rætt um og ekki síst er efnahagsleg staða heimavinnandi kvenna sem skilja, eða verða ekkjur oft slæmar.
Eiginkonurnar settar út á götu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þú sért að gleyma sköttunum í reikningsdæminu. Tekjuskattur af 356 þúsundunum og fjármagnstekjuskattur af 100 þúsundunum.
Annars vildi ég segja að þetta eru ömurlegar aðstæður að lenda í á fullorðinsárum og því miður er þetta ekkert einsdæmi miðað við það sem maður hefur kynnst í nánustu fjölskyldu.
Ég leyfi mér að fullyrða að það eru ábyggilega fjölmargar fullorðnar konur að slíta sér út á líkama og sál við að hjúkra eiginmönnum sínum heima, mönnum sem í rauninni ættu að vera á hjúkrunarheimili, því þær/þau hafa hreinlega ekki efni á því að missa lífeyristekjurnar inn í heimilishaldið. Flestar þessar konur hafa lítinn eða engan lífeyri sjálfar.
Sigrún (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:18
Þetta er rétt hjá Héðni, 346 þús fyrir skatt. Eflaust ekki margir á þessum aldri sem hafa svo góðar tekjur
siggi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:28
Kaeir Hedinn,
Eg skil vel hvad thu att vid, og eflaust eru margir i mun verri stodu. Engu ad sidur er lifeyrinn hans, hans eigin peningur sem madurinn hefur unnid ser fyrir. Thetta er ekki spurning um hvort madurinn verdi ad lifa a braud og vatni, heldur er thetta spurning um rettmaeti thess ad hid opinbera getur hirt 240 thusund kr. a manudi af ellilifeyristhega. Slikt a ekki ad vidgangast i hja oldrudum i velferdarsamfelagi.
Kvedja
Daniel Logi (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:34
Langir biðlistar eru eftir plássum á hjúkrunarheimilum. Flest eða öll hjúkrunarheimili skortir fé. Hver haldið þið að verði tekinn fyrstur inn, Jón sem var láglaunamaður alla starfsævi sína, eða séra Jón sem hefur verið hálaunaður um sína tíð og á sæmilega digra sjóði, sem gefa vel af sér? Nú skiptir engu máli hvar í röðinni hvor um sig er.
Svona reglur um gjaldtöku eru ranglátar og leiða eingöngu til mismununar og spillingar. Þetta er óþverraskapur, sem verður að vinna gegn.
sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 17:56
Héðinn þú ert með sömu menntagráðu og Stefán, líklegast í sama stéttarfélagi; Félagi íslenskra náttúrufræðinga og ríkisstarfsmaður. Munurinn er sá að þú ert nýskriðinn út úr skóla (2008) en Stefán sér að baki um hálfri öld sem ríkisstarfsmaður. Föstu launin þín segja mér ekkert um aðra tekjumöguleika þína en Stefán og hans kona eru fyrir löngu búin að skila sínu til samfélagsins. Fréttaþáttur Þóru Kristínar í Mogga er vandaður. Ég veit að heiðarleiki Stefáns og Ernu konu hans er viðbrugðið og þeim var sjálfsagt um og ó að koma fram. Mælirinn var einfaldlega fullur. Þau vita svo sannarlega að það er fjöldi fólks sem er í sömu stöðu og þau. Svona á bara ekki að fara með fólk sem er búið að skila sínu. Launamunur kynjana er mikill en hann er hrikalegur þegar kemur að töku lífeyris. Þar þarf heldur betur að taka til hendinni.
Ég á bara tvö orð yfir bloggið þitt; Skammastu þín fyrir vanþekkingu þína.
Vona nú samt að þú gefir þér tíma til að setja þig inn í launa og lífeyrismál almenns launafólks og þú ert þar ekkert undanskilinn. FÍN er þar ágætis vettvangur fyrir þig og mundu að lægri laun ríkisstarfsmanna taka mið af að þeir eru í Lífeyrissjóði ríkisstarfsmanna. Þýddi ef ég man rétt 20% lægri laun.
Kristjana
Kristjana G. Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2009 kl. 22:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.