25.3.2009 | 14:30
Og hvar viljið þið skera á móti?
Fyriri þessa peninga má t.d. reka skólakerfið fyrir austan í áravís. Reynið að sýna bara smá forgangsröðunartendens á þessum síðustu og verstu tímum! Þið getið farið að bruðla aftur þegar allir hafa í sig og á.
Vilja jarðgöng undir Fjarðarheiði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á sama tíma má samt breikka suðurlandsveg!
spurning hvar forgangstandenzarnir liggja
vilhelm (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:33
"Þið getið farið að bruðla aftur þegar allir hafa í sig og á."
Verður það ekki einmitt 2011-2012? Annars eru göng undir Fjarðarheiði ekkert bruðl heldur mjög mikilvæg framkvæmd sem varðar öryggi og skilvirkni í samgöngukerfi lýðveldisins.
BS (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:37
já Vilhelm... magn umferðar um þessa 2 vegi er algjörlega sambærileg
guð minn almáttugur
Hörður Ágústsson (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:39
Það er auðvitað hægt að skjóta allt í kaf með því að benda á eitthvað annað Héðinn en þessi mikla samgöngubót á Austurlandi hefur verið í umræðunni í yfir 30 ár. Og benda má á að mikill fjöldi ferðamanna kemur og fer í gegnum Seyðisfjörð, landinu okkar til hagsbóta. Ég er ekki að segja að þínar skoðanir séu þannig en við erum orðin vön því að hlusta á skoðanir fólks sem stundum virðast nánast snúast um að við landsbyggarfólkið séum afætur höfuðborgarsvæðisins. Ég er að vinna í borginni þessa dagana og horfi á mörg minnismerkin hér í bænum sem betur hefði verið nýtt í annað, það má vera að tónlistarhús sé nauðsyn en hvað hefði verið hægt að gera við þá peninga annað ef þú vilt fara út í þessa umræðu? Það er stundum gott að líta sér nær .....
Ómar B., 25.3.2009 kl. 14:47
Hmm ertu að tala um umferð? Já, það er eðlilegt að fleiri noti suðurlandsveg en það búa líka fleiri þar. Þannig að ef það ætti t.d. að byggja við grunnskóla á Seyðisfirði væru þá rökin gegn því að Grunnskóli Egilsstaða er stærri og þess vegna ætti frekar að eyða peningum í að byggja við hann?
Gudmund (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 14:48
Hörður, þetta snýst ekki endilega um hversu margir bílar fara yfir heiðina á degi hverjum. En hins vegar er töluverð umferð um heiðina þar sem þetta er eini vegurinn frá Seyðisfirði.
Af fá göng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar er mikilvægt fyrst og fremst öryggisins vegna. Til dæmis getur Fjarðarheiðin verið hættuleg yfirferðar yfir vetratímann þegar færðin er slæm og þarf fólk þá að leggja sig í hættu ef það nauðsynlega þarf að komast yfir.. (til dæmis ef fara þarf með veikan/slasaðan einstakling).
Auk þess hafa göng margt gott í för með sér fyrir svona litla bæi, til dæmis aukin íbúarfjölda og betri tengingu við Austurland.
Sandra (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 15:04
Fjarðarheiði er í 630 metra hæð yfir sjávarmáli og þjónar æ meira hlutverki ár hvert. Þarna hefður átt að vera komin göng fyrir löngu. Jarðgöng eru hagkvæmust framkvæmdir sem þjóðin getur farið í og Austfirðingar hafa í gegnum tíðina aflað gjaldeyris í þjóðarbúið langt um fram marga aðra.
Haraldur Bjarnason, 25.3.2009 kl. 15:09
Mjög gott og nauðsynlegt mál að fá göng undir Fjarðarheiðina.
En það er ekki ólíklegt að þeir sem heimta að Suðurlandsvegur verði lagður sem 2 + 2 vegur með tilheyrandi kostnaði séu á móti samgöngubótum á landsbyggðinni. Þar má spara stórar fjárhæðir með því að leggja veginn sem 2 + 1 með fullkomlega sama öryggi.
Stefán Stefánsson, 25.3.2009 kl. 16:26
td loka öllum Sendiráðum og fá alla presta heim...jú og selja sendiráðin ofl
Einar Bragi Bragason., 25.3.2009 kl. 18:12
Það er örugglega fínt að fá göng þarna en ef unnið er eftir AGS-áætluninni að þá á að ná saman 170 milljarða halla á komandi 4 árum. Þeir sem tala fyrir auknum útgjöldum á slíkum tímum verða annaðhvort að tala fyrir að segja upp AGS-samningnum, að segjast vera tilbúinn að borga fyrir framkvæmdina með sköttum eða vera tilbúin að finna peningana með því að skera í mennta- heilbrigðis eða félagslega kerfinu (aðrir hlutar ríkisbatterísins verða líklega niðurlegðir árið 2012 vegna niðurskurðar).
Héðinn Björnsson, 7.4.2009 kl. 11:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.