Gefum fólki færi á að skila inn veði og skuldabréfi

Besta leiðin og skilvirkasta til að lenda þessum lánamálum án þess að friðurinn rofni í samfélaginu er að fólki sé gert kleyft að skila inn lyklunum og losna þannig við lánin. Þannig verði hægt að koma í veg fyrir að við þurfum að verja heimili fólks fyrir laganna vörðum og við náum að dreyfa betur því tapi sem stórskyuldarar fengu í arf frá bankahruninu.

Það húsnæði sem safnaðist þannig inn gæti svo myndað grunn að raunverulegu félagslegu íbúðarkerfi.


mbl.is Lög um greiðsluaðlögun taka gildi 15. maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju þarf ungt fólk sem stofnar fjölskyldu að byrja á því að skuldbinda sig til íbúðakaupa og vinna síðan ótæpilega á meðan börnin eru lítil og þurfa á foreldrum sínum óþreyttum að halda?

Af hverju er ekki virkur húsaleigumarkaður á Íslandi eins og á hinum Norðurlöndunum?
Séreignastefnan hér á landi var undirritað samkomulag á milli ríkisvaldsins og verkalýðshreyfingarinnar. Ákveðið var að allir eiga að kaupa íbúð. Líka sá hluti launafólks, sem margt ræður ekki við íbúðakaup, þ.e. ef eitthvað kemur uppá: veikindi, flutningur á milli landshluta, aðrar breytingar og á aldrei varasjóði til að grípa í.
Margir einstaklingar fara í gjaldþrot, bara vegna þess að þeir réðu ekki við að kaupa íbúð.

Nú væri tækifærið fyrir félagshyggjuríkisstjórn, sem vildi standa undir nafni og núll-stilla kerfið.

Rósa (IP-tala skráð) 4.5.2009 kl. 18:18

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Sammála Rósa og með því að leyfa fólki að skila inn lyklunum skapast stórt eignarsafn hjá ríkinu sem það getur notað til að búa til leigumarkað.

Héðinn Björnsson, 6.5.2009 kl. 16:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband