Þarf ekki að fara að endurskoða þessa lífeyrissjóði?

Hverskonar firring er eiginlega í gangi þegar að lífeyrissjóðir sem settir voru á laggirnar til þess að tryggja fjárhagslega velferð á efri árum eru farnir að ganga svo hart eftir iðgjöldum að þeir hóta að setja fólk í nauðungaruppboð. Hefur græðgisvæðingin engin takmörk! Hvernig samræmist slíkt markmiði sjóðsins? Er ekki hægt að láta sér nægja að lækka réttindi mannsins sem svarar þeim iðgjöldum sem vanntar að greiða? Ég held að við þurfum að fara að gera eitthvað í þessum málum!


mbl.is Undrast dráttarvexti á eigin lífeyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hver á að innheimta það sem þessir sérfræðingar og rekstrarstjórar lífeyrissjóðanna er búnir að glata og brenna af sjóðum okkar ? Er ekki rétt að þeir séu látnir svara fyrir óráðssíu og lélegan rekstur.

Katoom (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:16

2 identicon

Já, hvernig er með það sem hefur tapast í öllu braskinu? Og hver ber ábyrgð á því og hjá hverjum verður boðið upp þess vegna? Væntanlega sjóðsfélögum.

Og hver bað um allt þetta brask með þetta fé? Hér áður og fyrrum ávaxtaðist þetta allt bærilega - en svo...

Einu sinni var krafa um einn lífeyrissjóð fyrir alla landsmenn. Er ekki rétt að endurvelja hana? Klippa á alla þessar blóðsugur og smákónga sem lifa á lífeyrisgreiðslum venjulegs stritandi fólks.

Guðmundur (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:46

3 identicon

Ef menn komast upp með það að greiða ekki í lífeyrisjóði, þá munu þeir verða algerlega á framfæri skattgreiðenda, ef þeir verða öryrkjar og þegar þeir komast á ellilífeyrisaldur.  Er það sanngjarnt gagnvart hinum sem borga samviskulega í sína sjóði að þeir sem trassi að borga fái meira frá Tryggingastofnun?

Ef þetta er rétt með þetta má að um sé að ræða tekjur vegna söluhagnaðar, af hverju leiðréttir viðkomandi ekki bara skattskýrsluna sína og sendir til sjóðsins, málið dautt í stað þess að gaspra í fjölmiðlum.

Vörður (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 11:48

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

@Vörður: Lífeyrissparnaður á að vera til þess að bæta fjárhag fólks þegar það verður eldra. Að fara ganga hart fram í innheimtu er í mótsögn við það markmið. Alveg óháð þessu einstaka dæmi að þá fæ ég ekki séð að fólk sé minna líklegt til að liggja samfélagi sínu til lasts ef það er gengið hart á eftir því í innheimtu. Hver er þjóðhagslegi hagnaðurinn af því að bjóða upp fólk vegna lífeyrisgreiðslna?

@Guðmundur: Tek undir kröfuna um 1 lífeyrissjóð. Þetta kerfi eins og það er í dag er vonlaust þar sem maður er skyldaður til að greiða í ákveðna sjóði eftir vinnustað og síðan er vonlaust að halda reiður á hvað maður á af réttindum því þau eru dreifð á tugi lífeyrissjóða yfir nútíma starfsævi. Ég er 27 ára og ég hef greitt nú þegar í a.m.k. 5 lífeyrissjóði í tvemur löndum og ég á ekkert frekar von á að sjá neitt af þessum peningum aftur. Verst finnst mér samt að peningarnir mínir hafi verið notaðir til að hjálpa auðvaldinu að grafa undan framtíð landsins míns.

Héðinn Björnsson, 20.5.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband