21.5.2009 | 13:03
Til hvers eru landfundir?
Ég tel að þeir sem eru ósammála ályktunum landsfundarins eigi að gera grein fyrir því áður en þeir láta kjósa sig út á stefnu flokksins. Annað er að virða vilja kjósanda að vettugi.
Óttast klofning í VG | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flokkurinn hefur samt ekki alræðisvald yfir skoðunum fólks innan sinna raða. Tímar breytast og skoðanir með. Þetta veit ég að þú skilur. Svo er flokkurinn í ríkisstjórn nánast búinn að samþykkja fyrir sitt leyti aðildarumsókn (ekki viðræður) að ESB svo fremi þingmeirihluti sé fyrir hendi. Verði tillagan felld í þinginu þá verður a) ríkisstjórnin að fara frá eða b) senda inn umsókn á eigin ábyrgð. Þingmenn VG geta bjargað ríkisstjóninni með því að sitja hjá. Þeir sem samvisku sinnar og landsfundar vegna vilja greiða atkvæði gegn fella hana að öllum líkindum.
Gísli Ingvarsson, 21.5.2009 kl. 13:13
Gísli er s.s. hlynntur því að honum sé lofað einhverju fyrir kosningar og það síðan svikið strax að þeim lokum. Eða hvað?
Hjörtur J. Guðmundsson, 21.5.2009 kl. 14:35
Ég er svo sem ekkert of hrifinn af flokkakerfinu og flokksræði sem því fylgir. Mér finnst alltaf neyðarlegt að menn bíti í skjaldarenndurnar og froðufelli útaf flokkssamþykktum. Annað hvort eru málin þess eðlis að þingið kjósi um þau eða að flokkar þingsins kjósi um þau. Ef það síðarnefnda er lýðræðið sem maður vill þá getur maður t.d. sagt að vægi flokka sé baraákveðin prósenta og þá þýðir það að 29% Samfylkingar kjósa á einn veg, síðan X % VG á annan og Y% framsóknar etc þá er ekkium að ræða neina samvisku aðra en foryngjanna.
Gísli Ingvarsson, 21.5.2009 kl. 19:23
Ef ekki er hægt að toga upp úr fulltrúum manns fyrir kosningar hvað þeir ætla að standa fyrir er erfitt að sjá að við getum kallað fólkið á þingi fulltrúa okkar. Ef þeir vilja vera fulltrúar okkar verðum við annað hvort að hafa möguleika á að hafa áhrif á þá á fundum (eins og landsfundum) eða við að geta valið fólk út frá skoðunum í kosningum.
Hvað varðar hættuna á að ríkisstjórnin falli að þá verður það ekki VG sem fellir ríkisstjórnina enda væri slíkt óábyrgt á þessum tímum. Ef Samfylkingin ætlar að velta ríkisstjórninni út af ESB verður hún að taka þeirri ábyrgð ef landið fellur í viðvarandi stjórnarkreppu.
Héðinn Björnsson, 22.5.2009 kl. 16:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.