Kristjanía lifir!

Eignarrétturinn nær ekki lengra en til þess sem eigandinn eða ríkið getur varið. Það er einfaldlega ekki hægt að ryðja Kristjaníu meðan íbúarnir eru jafn duglegir að sækja stuðning meðal dansks almennings, verja sig árásum og endurbyggja það sem ríkið rífur niður og þeir hafa verið hingað til. 

Það sannast þar hið fornkveðna að aðeins þau lög gilda í raun sem fólkið styður enda hefur ekki einu sinni lögregluríki tök á að fylgjast með öllum.


mbl.is Áfall fyrir íbúa Kristjaníu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margir Danir eru langþreyttir á Kristjaníubúum.

Veit ekki hvort þeir fái mikinn stuðning frá þjóðinni endalaust.

Kveðja frá einni búsettri í Danmörku

Hulda (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 11:30

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég veit það svo sem alveg Hulda og bjó sjálfur í Danmörku í mörg ár og ekki er mín danska kona hrifin af Krístjaníubúum en ég veit líka að þúsundir manna munu svara varnarkalli Kristjaníu ef reynt verður að riðja svæðið með valdi og svara því með valdi.

Þegar til kemur mun engin dönsk ríkisstjórn með vit í kollinum kalla yfir höfuðborgina borgarastríð til þess eins að riðja burtu einum af helsta ferðamannastað borgarinnar.

Héðinn Björnsson, 26.5.2009 kl. 11:54

3 identicon

Búsettur í DK. 

Það væri enginn að amast við Kristjaníu ef hún væri út á landi einhversstaðar. Það er verið að amast við þessu fríríki vegna þess að þetta er gott svæði þar sem klíkuskapur ræður hvort þú getur búið þar og hefur mjög lága þéttni í búsetu. Lægri þéttni en flest lúxushverfin í CPH. 

 Það er líka hálfnöturlegt að sjá hvað mikið af þjófa góssi birtist þarna. Allt frá ljósastaurum til fatnaðs, allt undir vökulum augum þessa hyskis. Þér er ekki úthýst nema að þú stelir af einum þeirra. 

notandi (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 12:49

4 identicon

Já Héðinn, það er rétt hjá þér að þúsundir munu svara kallinu.

Þótt hinn venjulegi Dani sé leiður á þessu fólki, eins og þín danska kona og minn danski maður ;)

Mér fannst sjálfri gaman að skreppa í Kristjaníu fyrir nokkrum árum og einstaka sinnum með gesti en mikið ofsalega fer þessi hluti DK í taugarnar á mér stundum...

Hulda (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband