26.5.2009 | 16:06
Að nota makaskiptasamninga í vísitöluna er stuldur.
Með því að halda upp vísitölu neysluverðs á þennan hátt er verið að setja tugi milljarða aukaskuldir á herðar heimilanna í landinu sem enginn grundvöllur er fyrir. Slíkt er hreinn og klár þjófnaður og verður svarað sem slíkum!
Veðhæfi húsnæðis haldið uppi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hey,, það vantar tenginguna skil ekki orð af því sem þú segir....
Res (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:56
Nei hver ands.. hún er komin
Res (IP-tala skráð) 26.5.2009 kl. 16:57
Fasteignaskuldir Íslendinga eru taldar 50-70 milljörðum hærri en ella vegna þess að hagstofan tekur makaskiptasamninga inn í vísitölu neysluverðs.
Héðinn Björnsson, 26.5.2009 kl. 22:28
Er þetta ekki svipað og þegar auðjöfrar höfðu skipti á hlutabréfum á verði sem ekki var alveg í takt við raunveruleikann. Ég er alveg til í að hafa makaskipti á sambærilegu húsi og ég á núna og við skulum setja verðið á ca. 1.000.000.000,00 Það þýðir væntanlega að ég get fengið lán að upphæð 500.000.000 auðveldlega og stungið af með það til Tortola eyja og svo þegar kemur að því að borga lánið þá er bara gjaldþrota og eina veðið er húseignin. Kröfuhafinn verður svo bara sætta sig við að ekki fæst nema ca. 30.000.000 (raunvirði eignar) upp í kröfur. Bömmer maður. Auðvitað er það blöff að hafa makasiptasamninga inni í vísitölunni. Það er bara gert til halda uphæðum lánanna á sínum stað og þar með eignum bankanna (útlánasöfnin). Annars verða þau verðminni og bankarnir lenda í enn frekari vandræðum þar sem minnkandi eignir (útlánasöfn) veikja efnahagsreikninga nýju bankanna.
ónefndur (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 14:39
Við eigum að krefjast heiðalegra efnahagsreikninga af bönkunum okkar og hluti af því er niðurfærsla á eignarsafninu þeirra.
Héðinn Björnsson, 29.5.2009 kl. 17:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.