Á að nota lánið frá Norðurlöndunum og AGS í að greiða niður jöklabréf?

Hvað eigum við að borga mikið undir þess helvítis auðmenn? Er ekki nóg að þeir hafi fengið að halda því sem þeir komu undan til útlanda eigum við að fara að gefa þeim jöklabréfin sín á niðurgreiddu gengi? Hvað á svo að gera þegar lánin eru upp urin? Á þá að setja gengið á flot og láta okkur taka enn verri skell en ella?

OVER MY DEAD BODY!


mbl.is Festa gengið í 160 - 170
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Sorrý ég virka soldið æstur og á móti öllu sem gert er. Vona að niðurstöður þessarra þjóðarsáttarviðræðna verði til bóta fyrir hagkerfið en er afar hræddur um að svona lágt fast gengi myndi tæma gjaldeyrisforða okkar og skilja okkur eftir í verri stöðu en við erum í nú þegar.

Héðinn Björnsson, 26.5.2009 kl. 22:38

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ætli þurfi ekki soldið meira til líka. Finnst líklegt að við þurfum að losa þjóðarbúið undan mikið af þeim skuldum sem á því sitja og sem það rís ekki undir. Það þarf að taka stóran hluta af sjávarútvegnum, verslun og þjónustu til gjaldþrotaskipta og jafnvel eitthvað af orkufyrirtækjunum líka. Síðan endurreisa hagkerfið undir verulega minni erlendri skuldabyrði.

Ég hugsa að við þolum að skulda erlendis á við 100-200% af árlegum útflutningsverðmætum okkar (og þar með borga um 5-10% af útflutningi okkar í afborganir). Í dag eru erlendar skuldir okkar sem þjóðarbú um áttfaldar útfluttningstekjur okkar. Það er því mikil gjaldþrotahryna framundan og eftir því sem við bíðum lengur verður hún erfiðari.

 Engir erlendir samningar eru aðalatriði í þessum málum. Þetta snýrst allt um okkur sjálf og hvernig við veljum að takla okkar hagkerfi. Það gerir þetta enginn fyrir okkur.

Héðinn Björnsson, 27.5.2009 kl. 07:18

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Vandi Íslands er ekki PR-vandi. Við erum skuldsett umfram það sem við getum greitt og fyrr en við gerum eitthvað í þeim vanda mun enginn ESB-samningur bjarga því trausti. Ef farið verður út í ERMII samnig áður en tekist hefur verið að losa hagkerfið undan skuldsetningu sinni er hinsvegar hætt við að gjaldeyrishöftin færist frá landsteinunum og inn í bankana. Að ætla að reyna að taka slíkt upp hér í haust er beiðni um áhlaup stóreiganda á innistæður sínar í íslenska hagkerfinu og væri til þess fallið að auka skuldsettningu okkar og gera bankana endanlega óstarfhæfa.

Ef taka á í burtu gjaldeyrishöftin er mikilvægt að setja á gjaldeyrisútfluttningsskatt eins og Lilja Mósesdóttir hefur stungið upp á eða leyfa genginu að hrynja meðan áhættufjármagnið rennur út úr kerfinu. Það er algerlega óhæft að nota gjaldeyrislánin til að ríkisstyrkja fjármagnsflóttann.

Héðinn Björnsson, 27.5.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband