4.6.2009 | 10:49
Verkföll og kjarabarátta upp á líf og dauða!
Þar með virðist síðustu lokunni skotið fyrir að samningsleiðin verði fær í kjaramálaum á Íslandi og þá er bara eftir átakaleiðin. Búum okkur undir að kjaravörn íslensks almennings gagnvart samningsaðilum erlendis og valdakjarnanum hérlendis muni verða hörð og líklega finnum við aftur út úr þeim sannleika sem við fundum í janúar að valdið á Íslandi er á götunum.
Vextir lækkaðir í 12% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Lifi byltingin !
En það þýðir ekkert að hræra í gamla drulluPólitíkusarPottinum, það skilar bara sömu vitleysunni aftur. Það þarf að skipta ÖLLUM út.
Það er rétt mat hjá þér Héðinn að nú mætast stálin stinn og hin raunverulega sturlungaöld hefst hér á Íslandi. Brýnum sverðin bræður og systur að víkinga sið. grrrrrrr!
Axel Pétur Axelsson, 4.6.2009 kl. 11:01
Í lok síðustu Sturlungaaldar gengum við í Noreg. Ætli við endum þá í ESB eftir þessa?
Héðinn Björnsson, 4.6.2009 kl. 17:10
Minntist einhver á víkinga?
Axel Þór Kolbeinsson, 4.6.2009 kl. 21:15
Víkingatíminn kannski að renna undir lok og framundan ný útgáfa af miðöldunum :P
Héðinn Björnsson, 5.6.2009 kl. 13:47
Vonandi þó ekki með kúabólu og plágunni, einokunarverslun og öllu sem því fylgdi. Nei, þá vil ég frekar víkingatímann eða Star-Trek framtíð.
Axel Þór Kolbeinsson, 5.6.2009 kl. 13:51
Hvað með svínapest og einokunarverslun í eigu Deutche Bank :P
Héðinn Björnsson, 5.6.2009 kl. 15:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.