Smá útreikningar á afleiðingum svona samnings.

Þetta er væntanlega lán í Evrum og er þá miðað við núverandi gegni um 3,75 G€. Miðað við 5,5 % vexti verður lánið komið í  5,4 G€ eftir 7 ár þegar kemur að því að greiða það. Ef við gefum okkur að það hafist einhversstaða á bilinu 3-5 G€ upp í lánið og að restin verði greitt með 5,5% vöxtum á 10 árum gera það árlegar afborganir upp á 50-300 M€, en það svarar til 8,5-50 Gísk og er um 2-12% af útflutningi þjóðarbúsins.

 Þetta myndi væntanlega þýða að íslenskt þjóðarbú fengi vægari skell á næstu árum en annars hefði gerst en á móti kemur að skellurinn varir væntanlega til 2030.

 P.S. G€=milljarður evra, M€=milljón evra og Gísk=milljarður íslenskra króna.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Svavar & co. hafa nú unnið okkur tíma til að véfengja skyldur okkar til að greiða Icesave ruglið. Nú er bara að fá úr því skorið!

Óþolandi að ekki skuli löngu hafa verið brugðist við þessu með þeim hætti.

Rúnar Þór Þórarinsson, 5.6.2009 kl. 15:23

2 identicon

Svavar er landráðsmaður og bleyða.

Baldur (IP-tala skráð) 5.6.2009 kl. 15:37

3 Smámynd: Sævar Einarsson

Það sem ég skil ekki er að hvernig er hægt að semja um eitthvað sem er ekki á ábyrgð Íslands, Bretar settu jú hryðjuverkalög á Landsbankann, frystu alla eigur og yfirtóku bankann í Bretlandi og þá hefði ég haldið að ábyrgðin væri þeirra þar sem þetta er jú eignarupptaka Breta á bankanum og það á við bæði skuldir og eignir, alveg furðulegt að bjóðast til að borga eitthvað sem okkur varðar ekkert um.

Sævar Einarsson, 5.6.2009 kl. 15:53

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ríkisstjórnin sýnir með þessum samningi að hún vill friðþægja fólk á þessu kjörtímabili með því að láta það taka skellinn þegar þau hafa lokið sínu kjörtímabili.  

Þau eru bara að hugsa um #$%$# á sjálfum sér.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 5.6.2009 kl. 16:02

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Var að heyra að ekki ætti að greiða vexti fyrstu 7 árin og síðan greiða niður á 8 árum með 5,5% vöxtum. Miðað við að það fengist 3 G€ fyrir eignirnar verður þetta þá um 150 M€ á ári þessi átta ár, sem samsvarar um 26 Gísk, eða um 6,5 % af útfluttningstekjum okkar.

Héðinn Björnsson, 5.6.2009 kl. 18:00

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þetta reyndist ekki vera rétt hjá eyjunni og það á að borga vexti fyrsta árin.

Svikin er nánast óbærileg

Héðinn Björnsson, 6.6.2009 kl. 12:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband