6.6.2009 | 12:22
Ef einhvern tíman var ástæða til málþófs...
Þingmenn sem vilja ekki láta mynnast sín sem landráðamenn munu standa í pontu og stöðva framgöngu þessa frumvarps og ég skora á þingmenn VG að hafna því. Verði það að lögum verður friður óafturkræft rofinn á Íslandi.
Verði það niðurstaðan að ekki sé verulegur hópur innan þingflokks VG sem hafnar þessum samningi mun ég ekki sjá mér fært annað en að segja mig úr flokknum og leitast eftir samherjum sem tilbúnir eru að stofna vinstriflokk á íslandi, því þarmeð væri ljóst að Ísland ætti sér engan vinstriflokk.
Baráttan gegn auðvaldinu og fulltrúum þeirra mun ekki ljúka með svikum, heldur eflast og harðna. Valdið er á götunni og þar munum við vinna okkar sigra!
Icesave-samningur gerður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Heyr fyrir þessu.
Sigurður Sveinsson, 6.6.2009 kl. 12:25
Það var ALDREI gefinn neinn séns á málþófi því Alþingi fjallaði ALDREI um þennan gjörning eins og lög kveða á um. Þetta er EINRÆÐI á versta máta og er ekki verið að greiða ansi mikið fyrir aðganginn að ESB?
Jóhann Elíasson, 6.6.2009 kl. 12:35
Steingrímur J Sigfússon er að fremja landráð.
Doddi D (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 12:48
Menn verða að skoða forsöguna.
Undrandi að nokkrum manni skuli detta í hug að ríkisstjórnin hafi gert þetta að gamni sínu.
Lesið Eið hér
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 12:53
Sammála, ef meirihluti þingflokks VG stöðvar þetta ekki mun ég líka segja mig úr VG... Fyrst svíkja þau mig í ESB málum og síðan þetta - sem virðist því miður reyndar vera tengt...
Trebor (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:15
Tenging við ESB er lélegur brandari.
Samningsdrögin sem lágu fyrir í lok janúar hljóðuðu upp á staðgreiðslu eða þvi sem næst.
Þetta er kannski aðeins betra en það.
Álögurnar var búið að leggja á þjóðina. Það var ljóst í byrjun október.
Það er ekki verið að gera það í dag.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:27
Jón... taktu það þá bara í rassgatið í friði...ESB er að koma ... ósmurt næst...
ólinn (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 13:52
Samtök fullveldissinna kalla eftir fólki sem er tilbúið að vinna saman að raunverulegum lausnum fyrir land og þjóð. Það fer allt eftir því hvernig fólk er tilbúið að vinna með okkur hvort samtökin verða "hægri" eða "vinstri". Anarkískur sósíalisti með kapítalísku ívafi eins og ég er einn af stofnendunum.
Axel Þór Kolbeinsson, 6.6.2009 kl. 14:09
Heill og sæll; Héðinn, sem aðrir, hér á síðu !
Heyr; fyrir þinni styrku röddu. Við; þjóðernissinnar, erum reiðubúnir, að halda í leiðangur mikinn, gegn niðurrifsöflunum - jafnt; með ykkur vinstri mönnum, sem öðrum þeim, hverjir snefil hafa, af drenglund og heiðarlegum gildum, til varðveizlu heilbrigðs mannlífs, hér á gömlu Ísafoldu.
Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /
Óskar Helgi Helgason
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 14:14
Mótmæli á morgunn KL 15:00 á Austurvelli !!
vIÐ MUNNUM mótmæla alveg þangað til að RÍKISTJÓRNIN hættir við iceslave samnigana!!!
Biggi Hans (IP-tala skráð) 7.6.2009 kl. 00:46
@Jón: Það er enginn að láta eins og stjórnin hafi gert þetta af fúsum og frjálsum vilja, heldur einmitt verið að segja að hún hafi lympast niður í aumingjaskap þar sem hún velur frekar að ná sátt við útlönd en eigin þjóð. Það er sú brenglaða forgangsröðun sem við mótmælum.
Héðinn Björnsson, 7.6.2009 kl. 12:22
Ég geri líka athugasemdir við forgangsröðunina.
Ásdís Bragadóttir (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.