Lög númer 38 frá 2001

Gengistrygð lán eru ólögleg á Íslandi samkvæmt lögum númer 38 frá 2001 en í greinargerðinni með lögunum stendur meðal annars:

Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbind ingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi. Talið er að samningar með viðmiðun við gengisvístölu á grundvelli ákvæðisins í vaxtalögum séu mjög fáir. Í bráðabirgðaákvæði IV er kveðið á um hvernig farið skuli með innstæður og samninga af þessu tagi sem þegar eru í gildi.


mbl.is Banna lán í erlendri mynt á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Sæll Héðinn.

Þetta er nokkuð skýrt, hvernig er hægt að láta eins og þessi lög séu ekki til - ha?

Ótrúlegt.

Ólafur Eiríksson, 10.6.2009 kl. 16:07

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Á Íslandi hefur aldrei verið hefð fyrir því að fara að lögum, og er meira fyrirgreiðslustýrt samfélag. Þess vegna gerði ekki svo mikið til fyrir valdastéttina að ESB samdi mest af lögunum enda lítið sem ekkert farið eftir lögum.

Héðinn Björnsson, 10.6.2009 kl. 16:47

3 Smámynd: Ólafur Eiríksson

Góður!

Ólafur Eiríksson, 10.6.2009 kl. 16:55

4 identicon

Hagsmunasamtök Heimilana ef ég fer með rétt mál hafa parað sig saman með Lögmönnum laugardag og tjahh lesið bara sjálf

 http://www.llaw.is/hopmalsokn

Ég býð með frystingar og allt slíkt á mínum lánum þangað til dómsniðurstaða fæst í málinu.  Þeir sem hinsvegar skrifa undir frystingu eru búnir að skrifa undir að þeir skuldi ákveðna upphæð í krónum og það gæti verið erfiðara fyrir þá þótt maður vita það nú ekki.  Maður allavega þorir ekki að taka sénsinn.

Ég veit hinsvegar að neiti maður að borga og bendi á þetta því til rökstuðnings að þá yrði maður tekinn í rassgatið af lögfræðinum lánastofnanna.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 10.6.2009 kl. 18:43

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Meira að segja fyrstingarnar og greiðslufrestunarákvæðin eru í skjön við þessi ákvæði.

Héðinn Björnsson, 11.6.2009 kl. 10:29

6 identicon

Með réttu já, en það er borin von að núverandi ríkisstjórn hleypi þessu máli í gegn.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 13:57

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Frá því í janúar hafa íslenskt stjórnvöld verið verulega meðvituð um að þau sitja í skjóli vilja fólksins og geta ekkert gert án samþykki hans.

Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 00:14

8 identicon

Í hvaða landi býrð þú eiginlega ?   Er það vilji fólks að semja um Icesave deilurnar ?

Er það vilji fólksins að setja hérna sykurskatta og hækka álögur á eldsneyti ??

þEssi ríkisstjórn hefur ekkert gert rétt og ekkert í samræmi við vilja fólksins.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 10:15

9 Smámynd: Héðinn Björnsson

Með því að vellta ekki ríkisstjórninni veitir almenningur henni þögult samþykki. Sérhver 20 manna hópur sem hefur á því áhuga getur skipulagt byltingu á Íslandi. Enn hefur enginn hleypt slíku í framkvæmd.

Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 11:33

10 identicon

Ég hef á því mikinn áhuga, ég á hinsvegar eftir að finna hina 18 sem eiga eftir og geta gert þetta á málefnalegann hátt.  Það að fólkið sé heimst og eigi að henda því út er ekki málefnalaegt og er enginn lausn.

En ef þú villt vera númer 3 og hjálpa okkur að finna hina 17 máttu setja þig í nánara samband við mig ;)

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 17:34

11 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þakka gott byltingartilboð en ég held að þann dag sem ég ákveð að standa í slíku aftur verði það með fólki sem ég er aðeins meira pólitískt sammála.

Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 21:31

12 Smámynd: Héðinn Björnsson

P.S. kannski er þetta einmitt ástæðan fyrir að allir eru ósáttir en enginn gerir neitt í því. Það finnast ekki 20 manns sem eru nokkuð sammála um hvað eigi að gera?

Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 21:32

13 identicon

Það gæti mjög vel verið ;)

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband