Fulltrúar lögreglunnar segja sína hlið.

Það er semsagt afstaða lögreglunnar að hún hafi verið of lin. Ég leyfi mér að efast um að betur hefði ferið ef lögreglan hefði tekið harðara á þessum mótmælum. Ég sá þetta náttúrulega aðallega frá hlið mótmælenda en það fannst alveg hvort Geir Jón var á vakt eða Eiríkur enda var allt í góðri og rólegri stemningu meðan Geir Jón stýrði lögreglunni og síðan fór allt í hart þegar Eiríkur tók við stjórninni.

Ég held að lögreglan búi að því í dag að enginn mótmælanda dó eins og gerðist t.d. í Grikklandi því það hefði komið verulega niður á starfsumhverfi þeirra til frambúðar. Við hefðum verið stór hópur sem hefðu tekið upp hefndarskyldu fyrir slíkan atburð og þá hefði málin fyrst gjörsamlega farið úr böndunum.


mbl.is Piparúði á þrotum þegar átökin náðu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ævar Rafn Kjartansson

Geir Jón er hetja mótmælanna svo langt sem það nær. En ég held að lögreglan hefði ekki riðið feitum hesti frá því að vera harðari í aðgerðunum. Það hefði fengið mig til að gera meira en að standa hjá hugsa ég. Nóg var nú að þurfa að flýja gusurnar frá þeim sem þeir virtust á tímabili miða á alla með myndavél.

Ævar Rafn Kjartansson, 11.6.2009 kl. 13:02

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er kannski þess vegna sem þeir voru að verða búin með efnavopnin sín.

Héðinn Björnsson, 11.6.2009 kl. 13:23

3 identicon

Pæling 

Ef að lögreglumenn/konur hefðu verið helmingi fleiri, þá má ætla að þeir hefðu getað leyft sér að taka allt að helmingi vægar á mótmælendum þegar upp úr sauð.  Ef að lögreglukonur/menn hefðu verið helmingi færri, þá má ætla að þeir hefðu þurft að fara fram með allt að 100% meira offorsi en þeir gerðu og þar með hefðu einhverjir getað slasast mikið meir, þ.m.t. lögreglumenn/konur.

Nú spyr ég, er þessi frétt um BA ritgerð ekki bara gagnrýni á niðurskurð  til lögreglunnar?

kristinn (IP-tala skráð) 11.6.2009 kl. 19:36

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held ekki að fjöldi þeirra hafi gert útslagið. Það var ekki síst útbúnaðurinn þeirra sem gerði það að verkum að róttækustu mótmælendurnir tóku að skvetta á þá skyri en það hefðu þeir aldrei gert við óvarna lögreglu án þess að vera stoppuð af öðrum mótmælendum. Þaðan af síður hefðu alvarlegri hlutir gerst. Ég bendi á að um tíma dró lögreglan sig alveg tilbaka frá forsíðu Alþingishúsins og við sáum til þess að engar skemmdir urðu á því á meðan.

Annars fannst mér lítið skemmast í þessum átökum og miðað við t.d. uppþotin á Norðurbrú í Kaupamannahöfn þegar ég bjó þar var þetta bara smotterí.

Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband