12.6.2009 | 12:21
Glæpa- eða sprotastarfsemi?
Ég á soldið erfitt með að skilja þessa áráttu að nota alla þessa krafta í að stöðva fólk í að rækta og reykja hass. Ég held að það hljóti að vera stærri glæpir sem meira skiptir að uppræta í þessu samfélagi og við hljótum að hafa meira að gera við peningana okkar en að fangelsa fólk fyrir svona ræktun.
Kannabisræktun í Kópavogi upprætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig væri að eyða þessu vandamáli með því að taka það af lista yfir ólöglegar pottaplöntur? Á meðan þetta er ólöglegt vinnur löggan bara í þessu eins og öðru, ekkert sérstakt út á það að setja.
Rúnar Þór Þórarinsson, 12.6.2009 kl. 12:51
heyr heyr!
Til hvers eru lög ef ekki skal fylgja þeim?
Svo eru öll þessi dómsmál og fangelsis dómar aftur að kosta enn meira, bætum því við þrem til fjórum milljónum á böst sem þetta kostar okkur.
Hvað var það svo sem hver fangi kostar ríkið á ári?
Hverfum endilega aftur til bruggáranna þar sem helmingur fanga sat inni fyrir áfengisbrugg.
Tómas Þórarinsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 13:19
Alla þessa krafta? Ég hefði haldið að það væri býsna auðvelt að uppgötva svona ræktun, bara fylgjast með rafmagnsnotkuninni, og ef hún meira en tífaldast á milli mánuða þá færðu heimsókn frá lögreglunni. Easy peasy.
Benni (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 00:18
samkvæmt þessari heimaldarmynd getur cannabisolia læknað krabbamein, www.phoenixtearsmovie.com
Pétur (IP-tala skráð) 13.6.2009 kl. 21:21
@Pétur: Ég efast nú um að kannabis sé sérlega holt en hefur þó verið notað með góðum árangri sem verkjalyf einmitt fyrir krabbameinsjúklinga.
@Benni: Það er kannski lítið mál að ná þeim en kostnaðurinn við að kæra þá, dæma og fangelsa er hinsvegar dýrt.
Héðinn Björnsson, 14.6.2009 kl. 12:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.