Greiðslugeta íslenska hagkerfisins?

Samkvæm heimasíðu hagstofunnar má reikna með að vöruútflutningur frá Íslandi sé um 400 milljarðar á ári og þjónustuviðskipti sem seld eru frá landinu um 200 miljarðar. Þessar gjaldeyristekjur borga síðan innflutning til landsins af vörum og þjónustu. Vöru- og þjónustujöfnuður fyrsta ársfjórðungsins var 11,6 miljarðar sem svarar til 46,4 miljarða jöfnuðar á ársgrundvelli. Með miklum aðhaldsaðgerðum, endurvakningu smáiðnaðar, nýrrar stóriðju og útsjónarsemi í erlendum markaðstækifærum má kannski ná þessarri tölu upp í 100 og jafnvel 120 miljarða.

Skuldir þjóðarbúsins erlendis eru taldar vera um 3100 miljarðar fyrir IceSave. Miðað við 5,5 % vexti sem eru líklega lægstu vextirnir sem eru á gera það rúmlega 170 miljarða. Er einhver sem getur fengið þetta dæmi til að ganga upp?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Svavarsson

Héðinn.

Þetta er kjarni málsins, þó bjartsýni um 100 milljarða jöfnuð á ári taki kannski 10 ár (m.v. óbr.gengi).

Alþingi verður að gera sjálfstæða og opinbera áætlun um greiðslugetu þjóðarinnar til næstu 15-20 ára svo það geti metið sjálfstætt hvort tillögur ríkisstjórna á þessu tímabili ofgeri ekki greiðslugetu þjóðarinnar,-því það er ávísun á gjaldþrot þjóðar.

Sigurbjörn Svavarsson, 18.6.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það virkar allavega voða basic að ef þú þarf lán til að borga vexti af eldri lánum lendirðu alltaf í dýpri og dýpri vandamálum.

Héðinn Björnsson, 18.6.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband