1.7.2009 | 13:09
Ólan í láni
Ég fer ekki með það í grafgötur að ég telji þjóðarbúið ekki standa undir lánum þeim sem auðvaldið skellti á baki því áður en það stakk tímabundið af til útlanda í trausti þess að við myndum verja eigur þeirra og borga skuldir þeirra. Í ljósi þess finnst mér illa farið með vini okkar á norðurlöndunum að vera að hafa af þeim fé inn í þá hít sem ég fæ ekki betur séð en leiði beint í gjaldþrot okkar sameiginlegu sjóða. Það eina heiðarlega sem ég sé að við getum gert í stöðunni er að þjóðnýta án endurgjalds stóru útfluttningsgreinarnar, þ.e. álverin og sjávarútveginn, og reikna hreint út hvað við ráðum við að borga mikið af útfluttningstekjum okkar til kröfuhafa, greiða það í kröfuhafasjóð sem t.d AGS/ESB eða aðrir alþjóðafulltrúar auðvaldsins fengju að ráðstafa til að bæta kröfuhöfum skaða sinn.
Norrænu ríkin lána Íslendingum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.