4.8.2009 | 10:22
Eftirsjá af Svend Auken
Síðasti vinstrisinnaði formaður danska sósíaldemókrataflokksins er nú fallin frá en í kringum hann hafði safnaðst sá vinstrihluti flokksins sem varð undir í uppgjörinu við hægriarminn í flokknum sem Nyrup leiddi í byrjun tíunda áratugarins. Kjósendur flokksins meðal verkamanna hafa færst í sífellt auknu mæli til annarsvegar SF og hinsvegar DF og með andláti Aukens virðist síðasta vígi vinstrimanna í flokknum vera fallið. Erfitt er að sjá hvernig flokkurinn á að ná fyrra flugi á ný.
Svend Auken látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.