Samtök gjaldþrota atvinnulífs

Mér skilst að tveir þriðju hlutar atvinnulífsins sé á hausnum eða stefnir þangað. Hvaða hlutverk hafa Samtök fólks sem hafa sýnt að það kann ekki að reka fyrirtæki að gera við endurreisnina? Ætla þau að kenna okkur að stela peningum úr þrotabúi og kaupa svo ný fyrirtæki með skuldum sem aldrei á að greiða til baka? 

Held að þessi samtök verði að hreinsa verulega út hjá sér áður en hægt er að taka þau alvarlega á ný.


mbl.is „Það eru allir að vinna að sama markinu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!

Grútur (IP-tala skráð) 28.9.2009 kl. 12:17

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Það sem vantar í íslenskt atvinnulíf eru faglegir og reyndir fjármálastjórar.  Þar liggur vandinn.  Rekstur íslenskar fyrirtækja fyrir fjármagnsliði (EBITDA) er oft þokkalegur eða góður.  Það er afleit fjármálastjórnun sem setur allt hér á hausinn.

Hér þarf að hreinsa til.  Þeir sem sjá um almennan resktur eru margir hverjir góðir.

Gaman væri að vita hvers konar fjármálastjórnun er kennt hér í háskólum. 

Svo þarf að gera fjármálstjórnendur ábyrga fyrir sínum störfum og þeir eiga að heyra undir sjálfstæðan og óháðan stjórnarformann sem hefur engin tengsl við stærstu hluthafa.   

Andri Geir Arinbjarnarson, 28.9.2009 kl. 12:36

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Tja, það mun alla vega ekki hleypa nýju fólki að. Ekki baráttulaust.

Kveðja að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.9.2009 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband