Ágreiningur um vinnubrögð

Ég styð Ögmund í sinni ákvörðun og trúi því að hún muni reynast farsæl fyrir lýðræðið á Íslandi. Hótun Samfylkingarinnar gekk út á að slíta stjórninni ef hún væri ekki til í að taka upp gömlu vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins þar sem allt er ákveðið í ríkisstjórn og Alþingi gert að afgreiðslustofnun hennar. Ögmundur neitar að taka undir slík vinnubrögð og er því gert að víkja ellegar felli Samfylkingin stjórnina. Þar sem ég ekki sé neitt annað stjórnarmynstur í boði falli þessi stjórn verð ég að telja þessa ákvörðun skynsamlega enda afleitt að fara í kosningar á núverandi tímapunkti, með fjárlög upp í loft, yfirvofandi greiðsluverkfall og alt ófrágengið gagnvart umheiminum. Með þessum mótleik Ögmundar heldur hið aukna þingræði sem við náðum í gegn í sumar og Samfylkingin gert að skilja að hún vinnur ekki rökræður með hótunum.


mbl.is Ögmundur segir af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Þjóðstjórn hefur ekki verið reynd ennþá. En annars er ég sammála, nánar: Afsögn Ögmundar og ríkisstjórnarsamstarfið

Vésteinn Valgarðsson, 30.9.2009 kl. 14:18

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sammála!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.10.2009 kl. 22:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband