Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Þung eru höggin og skammt á milli...

Eftir að ríkið pumpar hundruðum miljörðum inn í bankana eiga þeir að renna aftur til auðmanna og komast hjá því svo mikið að greiða skatt af öllum ríkisstyrkinum sem þeir hafa fengið, en halda ríkisábyrgð á innistæðunum þeirra. Ég ætla að taka alla peninganan mína út úr þessum bönkum og hætta öllum viðskiptum við þá. Glæpamennirnir stjórna þeim greinilega ennþá.
mbl.is Ljúka með einu höggi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðrofið dreyfir úr sér...

Meiri helvítis skepnuskapurinn.
mbl.is Brann til kaldra kola
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Erlend lán: Orsök og lausn allra okkar vandamála?

Homer Simpson sagði einu sinni: "To alcohol! The cause of... and solution to... all of life's problems". Þetta virðist eiga að vera okkar mantra líka. Þegar ég óskaði eftir erlendum ráðgjöfum var þetta kannski ekki beinlínis það sem ég átti við...
mbl.is Aðgangur að lánsfé lausnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólan í láni

Ég fer ekki með það í grafgötur að ég telji þjóðarbúið ekki standa undir lánum þeim sem auðvaldið skellti á baki því áður en það stakk tímabundið af til útlanda í trausti þess að við myndum verja eigur þeirra og borga skuldir þeirra. Í ljósi þess finnst mér illa farið með vini okkar á norðurlöndunum að vera að hafa af þeim fé inn í þá hít sem ég fæ ekki betur séð en leiði beint í gjaldþrot okkar sameiginlegu sjóða. Það eina heiðarlega sem ég sé að við getum gert í stöðunni er að þjóðnýta án endurgjalds stóru útfluttningsgreinarnar, þ.e. álverin og sjávarútveginn, og reikna hreint út hvað við ráðum við að borga mikið af útfluttningstekjum okkar til kröfuhafa, greiða það í kröfuhafasjóð sem t.d AGS/ESB eða aðrir alþjóðafulltrúar auðvaldsins fengju að ráðstafa til að bæta kröfuhöfum skaða sinn.


mbl.is Norrænu ríkin lána Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Friðarstefna í verki

Með því að gefa fólki möguleika á að skila inn lyklunum friðsamlega sjáum við til þess að sitja ekki uppi með stóran hóp sem hefur engu að tapa. Ekkert er hættulegra fyrir friðinn í okkar litla samfélagi en að leyfa slíkum hópi að myndast og við höfum ekki marga mánuði til að forða þeirri niðurstöðu. Þetta frumvarp er stórt skref í þá átt halda saman samfélaginu okkar og ég er stoltur af þeim þingmönum sem eru að vinna þessu brautargengi.
mbl.is Lánshlutfallið gæti hugsanlega lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr kosningaráherslum VG

Hérna má sjá kosningaráherslur VG fyrir síðustu kosningar. Í þeim standa meðal annars þessir þrír punktar:

  • Tryggjum að tiltekinn hluti þjóðarinnar (t.d. 20%) geti með undirskrift sinni átt frumkvæði að þjóðaratkvæðagreiðslum um öll stórmál eða krafist þingrofs og nýrra kosninga.
  • Stórákvarðanir á borð við aðild að ESB á að útkljá með þjóðaratkvæðagreiðslu að undangenginni upplýstri og lýðræðislegri umræðu. Afstaða Vinstri grænna er sú að hagsmunum Íslendinga sé best borgið utan ESB.
  • Styrkjum stöðu þjóðkjörinna þingmanna gagnvart ráðherrum með því að færa lagasmíð í auknum mæli úr ráðuneytum inn í þingið. Þá er eðlilegt að hluti (t.d. þriðjungur) þingmanna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu um stór mál.
Nú er mál sem klárlega er mjög umdeilt, er stórmál á alla mælikvarða og sem hluti þingmanna krefst þjóðaratkvæðagreiðslu um. Þá er að sjá hvort VG vill styðja það eða letja að kosningaráherslur flokksins í lýðræðismálum komi til framkvæmdar þó það sé í málefni sem forustan hefur ef til vill möguleika á að koma í gegnum þingið án þess að þurfa að sannfæra meirihluta þjóðarinnar. Þetta mál mun sýna hvað vegur þyngra þegar að stundarhagsmunir og stefna skarast.
mbl.is Þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brugðist við styrk!

Það kemur ekki á óvart að öflugir greiðsluverkfallsfundir Hagsmunasamtaka heimilanna og Álftarnes-aðgerðin hafi ýtt við ríkisstjórninni. Nú gildir að knýja fram sameiginlegan samningsrétt svo við getum nýtt samtakamátt okkar gagnvart fjármagninu. Við höfum heilan heim að vinna og aðeins hlekkjunum að tapa!

Si se puede!


mbl.is Frekari aðgerðir vegna skuldsettra heimila
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fasteignarverð fallið um 40% í Evrum talið

Fasteignarverð hefur fallið um 10,5% að nafnvirði, en á sama tíma hefur verðgildi krónunnar fallið gagnvart evru úr genginu 1€=120 kr. í 1€=180 kr. Í Evrum talið hefur fasteingarverð því fallið um 40% á einu ári. Ég ætla að leyfa mér að spá því að það muni gera slík hið sama á komandi ári og vera þá orðið um 35% af því verði sem var fyrir ári síðan. Hrunið er rétt að byrja...
mbl.is Íbúðaverð lækkar áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dæmi um sparnað við að fækka störfum.

Segjum að við hættum við að ráða í starf sem launataxta upp á 400 þúsund krónur. Þá er einn í viðbót á atvinnuleysisbótum upp á 150 þúsund og sparnaðurinn er kominn niður í 250 þúsund. Af þeim hefði 100 þúsund farið í tekjuskatta og sparnaðurinn er orðinn 150 þúsund. Vegna þessa sparnaðar dregst verslun saman um 50 þúsund vegna þess að maðurinn á atvinnuleysisbótum dregur úr neyslu og af þeirri neyslu hefði fjórðungur farið í neysluskatta og fjórðungur í skatta í verslunar og þjónustugeiranum og því er sparnaðurinn kominn niður í 125 þúsund. Ofan á þetta bætist félagslegur kostnaður við að hafa fólk á atvinnuleysisbótum, s.s. lægri greiðsla í leikskóla, frítt í sund, eftirfylgni um virka þátttöku á vinnumarkaði o.s.frv. og ef við setjum þann kostnað í 25 þúsund er sparnaðurinn kominn niður í 100 þúsund krónur.

Ef við ætlum að ná saman fjárlagahallanum með svona óskilvirkum niðurskurði er verkefnið framundan tröllvaxnara en ég held að stjórnmálamenn okkar gera sér grein fyrir. 


mbl.is Hallinn stefndi í 193 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sendið Aung San Suu Kyi kveðju

Á 64forsuu.org má senda hetjunni afmælis og baráttu kveðju. Takið ykkur tíma og skrifið henni 64 orð. Hjálpum þeim að halda þeirra baráttu lifandi.
mbl.is Brown hótar yfirvöldum í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband