Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fulltrúar lögreglunnar segja sína hlið.

Það er semsagt afstaða lögreglunnar að hún hafi verið of lin. Ég leyfi mér að efast um að betur hefði ferið ef lögreglan hefði tekið harðara á þessum mótmælum. Ég sá þetta náttúrulega aðallega frá hlið mótmælenda en það fannst alveg hvort Geir Jón var á vakt eða Eiríkur enda var allt í góðri og rólegri stemningu meðan Geir Jón stýrði lögreglunni og síðan fór allt í hart þegar Eiríkur tók við stjórninni.

Ég held að lögreglan búi að því í dag að enginn mótmælanda dó eins og gerðist t.d. í Grikklandi því það hefði komið verulega niður á starfsumhverfi þeirra til frambúðar. Við hefðum verið stór hópur sem hefðu tekið upp hefndarskyldu fyrir slíkan atburð og þá hefði málin fyrst gjörsamlega farið úr böndunum.


mbl.is Piparúði á þrotum þegar átökin náðu hámarki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun framkvæmdarvadsins

Ef það er eitthvað við efni þessarar síðu sem er brotlegt við lög á að sækja slíkt fyrir dómstólum. Framkvæmdarvaldið á ekki upp á sitt einsdæmi að hafa rétt til að ritskoða heimasíður.

73. gr. stjórnarskrár íslenska lýðveldisins 

Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.


mbl.is Síminn lokar á síðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög númer 38 frá 2001

Gengistrygð lán eru ólögleg á Íslandi samkvæmt lögum númer 38 frá 2001 en í greinargerðinni með lögunum stendur meðal annars:

Samkvæmt 13. gr. og 1. mgr. 14. gr. frumvarpsins verður ekki heimilt að binda skuldbind ingar í íslenskum krónum við dagsgengi erlendra gjaldmiðla. Er talið rétt að taka af allan vafa þar að lútandi. Talið er að samningar með viðmiðun við gengisvístölu á grundvelli ákvæðisins í vaxtalögum séu mjög fáir. Í bráðabirgðaákvæði IV er kveðið á um hvernig farið skuli með innstæður og samninga af þessu tagi sem þegar eru í gildi.


mbl.is Banna lán í erlendri mynt á Norðurlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er eiginlega í gangi???

Hverskonar stjórnsýslu erum við eiginlega með þegar upplýsingum er haldið frá þeirri stofnun sem þó á að heita æðst í okkar stjórnkerfi. Hver má þá sjá þessar upplýsingar ef ekki Alþingi?

Ég er stoltur af ykkur!

Það er ekki auðvelt að standa uppi í haŕinu á flokksforustunni og þá ekki síst í þúsund-milljarðamáli sem valltur þingmeirihluti er fyrir. Ef við í grasrótinn styðjum okkar fólk munum við hafa sigur í þessu máli og drepa þessa samninga.

Lifi byltingin! 

Sjáum á Austurvelli!


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Duga eða drepast!

Nú er allt undir! Það verður að þrýsta á Alþingi til að hafna samningnum. Ég borga enga ICESAVE-reikninga!
mbl.is Mótmæli boðuð á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöndum saman sagði refurinn við hænuna...

... þegar hundarnir voru búnir að ná honum.

Ég stend með Vilhjálmi þann dag sem frýs í helvíti! 


mbl.is „Allir þurfa að standa saman“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar með eru gögnin farin :(

Þar með fór sénsinn á að ná gögnunum um hvernig auðmennirnir tæmdu landið af fjármunum gegnum Lúxemborg og aðrar skattaparadísir og skildu okkur eftir með skuldir upp yfir haus. Þjóðræðishópurinn virðist enn ráða öllu sem skiptir máli í þessu landi.
mbl.is Kaupþing í Lúx selt og fær nýtt nafn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skjól undir aurskriðu!

Maður sem lendir undir aurskriðu er í skjóli en það breytir ekki þeirri sjálfsheldu sem hann er í.

Þessir samningar eru óaðgengilegir.


mbl.is Hagkerfið kemst í skjól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef einhvern tíman var ástæða til málþófs...

Þingmenn sem vilja ekki láta mynnast sín sem landráðamenn munu standa í pontu og stöðva framgöngu þessa frumvarps og ég skora á þingmenn VG að hafna því. Verði það að lögum verður friður óafturkræft rofinn á Íslandi.

Verði það niðurstaðan að ekki sé verulegur hópur innan þingflokks VG sem hafnar þessum samningi mun ég ekki sjá mér fært annað en að segja mig úr flokknum og leitast eftir samherjum sem tilbúnir eru að stofna vinstriflokk á íslandi, því þarmeð væri ljóst að Ísland ætti sér engan vinstriflokk.

Baráttan gegn auðvaldinu og fulltrúum þeirra mun ekki ljúka með svikum, heldur eflast og harðna. Valdið er á götunni og þar munum við vinna okkar sigra!


mbl.is Icesave-samningur gerður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband