Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Smá útreikningar á afleiðingum svona samnings.

Þetta er væntanlega lán í Evrum og er þá miðað við núverandi gegni um 3,75 G€. Miðað við 5,5 % vexti verður lánið komið í  5,4 G€ eftir 7 ár þegar kemur að því að greiða það. Ef við gefum okkur að það hafist einhversstaða á bilinu 3-5 G€ upp í lánið og að restin verði greitt með 5,5% vöxtum á 10 árum gera það árlegar afborganir upp á 50-300 M€, en það svarar til 8,5-50 Gísk og er um 2-12% af útflutningi þjóðarbúsins.

 Þetta myndi væntanlega þýða að íslenskt þjóðarbú fengi vægari skell á næstu árum en annars hefði gerst en á móti kemur að skellurinn varir væntanlega til 2030.

 P.S. G€=milljarður evra, M€=milljón evra og Gísk=milljarður íslenskra króna.


mbl.is Engin Icesave-greiðsla í 7 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll og kjarabarátta upp á líf og dauða!

Þar með virðist síðustu lokunni skotið fyrir að samningsleiðin verði fær í kjaramálaum á Íslandi og þá er bara eftir átakaleiðin. Búum okkur undir að kjaravörn íslensks almennings gagnvart samningsaðilum erlendis og valdakjarnanum hérlendis muni verða hörð og líklega finnum við aftur út úr þeim sannleika sem við fundum í janúar að valdið á Íslandi er á götunum.
mbl.is Vextir lækkaðir í 12%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Greiða varla helminginn af raunupphæðinni aftur.

Meðan heimilin eiga að greiða fulla vexti og verðbætur á sín lán sem á þessum 10 árum frá móttöku til lokagreiðslu er ekki er minni en höfuðstóllinn. Sjálfstæðisflokkurinn er því ekki að borga nema um helminginn af raunvirði styrksins aftur. 


mbl.is Styrkir borgaðir til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verkföll framundan?

Nú er að sjá hvort verkalýðsforustan getur staðið á kröfunm sínum um að ná einhverju af kjaraskerðingu undanfarins árs aftur. Ljóst er að við launþegar erum ekki ábyrg fyrir hvernig fór og því ekki óeðlileg krafa að við sleppum við að taka allan skellin ein.
mbl.is Viðræðurnar hanga á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vöruskiptajöfnuður dugar ekki fyrir vöxtum

Viðskiptajöfnuður fyrstu fjóra mánuðina var 16,9 milljarða fyrstu fjóra mánuði ársins 2009. Þetta svarar til 50 milljarða jákvæðs vöruskiptajöfnuðar á ársgrundvelli. Þessi vöruskiptajöfnuður dugar hinsvegar ekki til að greiða vexti af erlendum lánum þjóðarbúsins  (um 150 milljarðar miðað við 3000 milljarða skuld og 5% vexti). Þess vegna var farið í að hækka vörugjöld til að draga úr neyslu og þess vegna munum við sjá áframhaldandi gengisfall. Til að ná þessum vöruskiptajöfnuði er hinsvegar nánast ómögulegt að halda áfram að kaupa venjulegan neysluvarning.

Eina leiðin sem ég sé sem færa er að semja um vaxtalækkun og afskriftir við erlenda lánadrottna og halda stórfelda útskýringar- og lausnarfundi með íslensku þjóðinni til að útskýra stöðuna og fá aðstoð fólksins í landinu við að leita gjaldeyrissparandi lausna. Núverandi reikningsdæmi gengur bara upp í Excel.
mbl.is Afgangur af vöruskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En með hvaða tilkostnaði?

Viðskiptajöfnuður fyrstu fjóra mánuðina var 16,9 milljarða fyrstu fjóra mánuði ársins 2009. Þetta svarar til 50 milljarða jákvæðs vöruskiptajöfnuðar á ársgrundvelli. Þessi vöruskiptajöfnuður dugar ekki til að greiða vexti af erlendum lánum þjóðarbúsins  (um 150 milljarðar miðað við 3100 milljarða skuld og 5% vexti). Þess vegna var farið í að hækka vörugjöld til að draga úr neyslu og þess vegna munum við sjá áframhaldandi gengisfall. Það er þannig sem við eigum að standa undir skuldabyrgðinni en ef sú leið verður farin mun það valda óeirðum og uppþotum ólíkt nokkru sem við höfum séð áður.

Eina leiðin sem ég sé sem færa er að semja um vaxtalækkun við erlenda lánadrottna og halda stórfelda útskýringar- og lausnarfundi með íslensku þjóðinni til að útskýra stöðuna og fá aðstoð fólksins í landinu við að leita lausna. Núverandi reikningsdæmi gengur bara upp í Excel.
mbl.is Ísland stendur undir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skattlagning sem sparar gjaldeyri en legst hlutfallslega harðast á þá sem eru veikastir fyrir.

Það er sumt sem truflar mig við þessa hækkun.

  • Verðtryggingarhækkunin upp á 7-8 milljarða er hið augljósa. Þetta samsvarar 400 milljóna árlega skattahækkun sem fellur verst á þá sem eru skuldugastir.
  • Krónutöluhækkun áfengis legst harðast á þá sem drekka ódýrustu gerðir áfengis og er því í raun 6% hækkun fyrir hina ríku og 11% fyrir millistéttina og 0% fyrir bindindisfólk og bruggara. Umtalsvert betra hefði verið að hækka vaskinn á áfenga drykki svo það legðist jafnara á fólk.
  • Að keyra þetta í gegn á einu kvöldi ber ekki vitni um góða stjórnsýsluhætti. Ég veit að þetta hefur verið gert svona áður en það er margt sem við viljum gera öðruvísi en gert hefur verið og því tek ég það ekki sem afsökun. Það þarf að koma á einhverskonar lágmarkstíma frá því að frumvarp er lagt fyrir þingið og þar til það verður að lögum.
Á móti kemur að þetta er aðferð sem raunverulega minnkar innflutning við það að fólk mun væntanlega kaupa minna bensín og erlent áfengi, en það skiptir í raun meira máli að auka vöruskiptajöfnuðinn heldur en að minka hallan á ríkissjóði enda er vöruskiptajöfnuðurinn það sem á að borga erlendu skuldirnar okkar (Deutche bank tekur ekki íslenskar).
mbl.is Áfengi hækkar um 6-11%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég hélt að það væru bara lönd sem gætu sótt um aðild að ESB :P

Ég veit þetta er orðhengilsháttur en mér finnst samt fyndið þegar fólk segist vilja sækja um aðild að ESB þegar það meinar að það vilji að Ísland sæki um aðild að ESB. Ég skal reyna að vera málefnalegri í næstu færslu og ræða mál út frá innihaldi þeirra og vona að þingmenn fari líka að taka upp slíkt háttarlag og fari að ræða um málefni í stað málsmeðferð hluta.
mbl.is Vill sækja um ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gaman að sjá virkni í VR blómstra.

Það gleður mig og gefur mér von þegar ég sé fólk hrysta upp í verkalýðsfelögunum og gera kröfur til forustu sinnar. Vona að út úr þessum fundi komi skipulagðara félag sem er betur í stakk búið til að takast á við hin tröllauknu verkefni sem eru framundan.
mbl.is Fara fram á félagsfund í VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er frestun forboði aðgerðaráætlunar?

Það má vona að frestun á umræðum um hag heimilanna sé vegna þess að ríkisstjórnin sé með aðgerðaráætlun í vinnslu.

Veðrið er gott og í dag er ég bjartsýnn : - ) 


mbl.is Enginn vildi ræða um störf þingsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband