Gaman að sjá virkni í VR blómstra.

Það gleður mig og gefur mér von þegar ég sé fólk hrysta upp í verkalýðsfelögunum og gera kröfur til forustu sinnar. Vona að út úr þessum fundi komi skipulagðara félag sem er betur í stakk búið til að takast á við hin tröllauknu verkefni sem eru framundan.
mbl.is Fara fram á félagsfund í VR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er gamla íhaldsliðið sem er að reyna að endurheimta völdin eftir hallarbyltingu grasrótar. Það tekur tíma fyrir nýjan formann að koma hlutunum í lag og ekki víst að hann nái að halda völdum í þessu gegnurotna batteríi.

Rósa (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:11

2 identicon

Víst tekur það tíma fyrir nýjan mann að koma sér inn í hlutina sérstaklega þegar hann nýtir sér ekki reynslu annara og hugsar fyrst og fremst um að viðhalda sömu launakjörum og fyrrum formaður þrátt fyrir að yfirlýsingar í kosningabaráttunni um launalækkun hvar er jafnréttið í stjórn og trúnaðarráði

sæmundur (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 12:49

3 identicon

Rósa hvað hefur þú fyrir þér í því að við séum "gamla íhaldið"?

Þér til upplýsingar þá er ég VG manneskja og einnig Rannveig Sigurðardóttir. Við höfum starfað af fullum heilindum fyrir félagið okkur í áranna rás. Við hættum ekkert að láta okkur félagið varða þó við séum ekki lengur í stjórn eða trúnaðarráði.

 Það er alltaf auðvelt að sitja heima og naggast út í allt og alla, hvernig væri nú að standa upp og láta verkin tala ef þú ert í VR? Það á ekki að skipta máli í hvaða stjórnmálaflokki þú ert. Mín staðfasta skoðun er að verkalýðsfélög eiga ekki að vera pólitísk.

Ég skora á þig að mæta á félagsfundinn í næstu viku og láta í þér heyra.

Kær kveðja,

Hildur Mósesdóttir

Hildur Mósesdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 13:14

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég get ekki ímyndað mér annað en að allir þeir sem vilja öflugt VR fagni þessum áhuga fólks á starfsemi félagsins og ég hef fulla trú á að forustunni muni takast að virkja þennan áhuga í kjarabaráttu félagsmanna. Á þessum tímum hljóta allir kraftar í VR að geta sameinast gegn utanaðkomandi árásum á kjör félagsmanna. Annað væri bara fáránlegt!

Héðinn Björnsson, 28.5.2009 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband