Verkföll framundan?

Nú er að sjá hvort verkalýðsforustan getur staðið á kröfunm sínum um að ná einhverju af kjaraskerðingu undanfarins árs aftur. Ljóst er að við launþegar erum ekki ábyrg fyrir hvernig fór og því ekki óeðlileg krafa að við sleppum við að taka allan skellin ein.
mbl.is Viðræðurnar hanga á bláþræði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann Gylfi Arnbjörnsson er helsti talsmaður verðtryggingar lána.  Það hef ég lesið í viðtali við hann.  Hann Gylfi er talsmaður fjármagnseigenda.

Það er mikill tvískinnungur í málflutningi hans.  Hann Gylfi er vanhæfur og ég sé mikið eftir því að hafa eytt atkvæði mínu til þessara vinstri flokka sem nú ætla að láta heimilin blæða enn og aftur með þvílíkum hækkunum á íbúðalánum.

Og hafið þið EINHVERN tíma heyrt Gylfa verðtryggingarpostula tala um að það þurfi að létta fjármagnskostnað af fólki. NEI!  Hann býður upp á lengingu í hengingaról. 

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 29.5.2009 kl. 19:22

2 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Hvaða kjaraskerðingu?

Verðbólgu vegna launhækkana síðustu ára?

Á að leysa það með launahækkunum?

Hjalti Sigurðarson, 29.5.2009 kl. 19:59

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

@Margrét: ASÍ er meira en Gylfi og mér finnst eins og fólk í ASÍ hafi tekiðfram í fyrir hendurnar á honum.

 @Hjalti: Verðbólgan sem nú springur varð ekki síst vegna þess að bankarnir fengu frelsi til að prenta peninga algerlega óstöðvandi og ekki vegna launahækkanna hjá verkafólki.

Héðinn Björnsson, 30.5.2009 kl. 18:12

4 Smámynd: Hjalti Sigurðarson

Og að ríkið sem hækkaði útgjöld sín um 10% ári. En það eru náttúrulega launahækkanirnar.

En það er rétt, peningaprentun gefur þennslu.

Þá hækkar maður stýrivexti til að fresta verðbólgunni, aðalega vegna gengisstyrkingar, sem núna er farinn aftur.

Ríkið hefði átt að vera 500-1500ma. betur stæðara eftir síðustu 5ár.

500ma. með því að hækka ekki útgjöld og 500ma. í viðbót með því að lækka ekki skatta.

500ma. í viðbót hefði mátt fá með skatta  hækkunum.

En það breytir ekki því að þessi skuldsetning á hlutum sem eru tæp veð eins og rekstur og hlutabréf átti að stöðva.

En ef við hækkum bara laun og hækkum fer gengið aldrei til baka aftur. Sama kaupmáttar aukninginn önnur með sátt og hin með launhækkunum. Verðbólgu og gengisfellingu.

Hjalti Sigurðarson, 1.6.2009 kl. 11:24

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Þessar tvær leiðir hafa ekki sömu afleiðingar fyrir fólk því önnur étur upp sparnað og þarf því ekki að minnka kaupmátt launa jafn mikið og hin. Með afnámi verðtryggingar og verðbólgu minnkar vald fjármagnsins gagnvart vinnuaflinu. Þó að það sé fleiri en ein leið að jafnvægi er ekki þar með sagt að þessi tvö jafnvægi sé eins.

Héðinn Björnsson, 2.6.2009 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband