20.4.2009 | 16:27
Óverjandi að ráðast á kosningarmiðstöð!
Það eru ekki til neinar afsakanir fyrir því að ráðast að fólki sem er að vinna lýðræðislega að því að afla málefnum sínu stuðnings fyrir kosningar. Mér fellur ekkert vel hugsjónir þessa flokks en fólk á samt rétt á að tala fyrir þeim án þess að verða fyrir árásum. Það væri mikill ósigur fyrir samfélag okkar ef það þarf að fara að verja með vopnum kosningarmiðstöðvar stjórnmálaflokka á Íslandi.
Þetta var bara innrás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er óverjandi að drepa landið sem þetta pakk á að passa uppá..........
Bara Steini, 20.4.2009 kl. 16:35
Ætli þeir séu útsendarar frá VG. Það má ekki refsa þeim það stendur í níju uppeldisreglum VG.
Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 16:52
@ Steini: Sjálfstæðisflokkurinn er félag og við sem ekki erum félagar höfum ekki neina kröfu á að það félag passi upp á landið okkar. Hvað sem okkur finnst um skoðanir þess fólk sem stendur á bak við Sjálfstæðisflokkinn eigum við að virða rétt þeirra til að hafa þessar skoðanir og tala fyrir þeim. Það er umtalsvert betra að hafa fulltrúa þessa fólks á þingi en að það gefi skít í að vinna innan þess lýðræðiskerfis sem við búum við.
@Sigurbjörg: VG er afar hófstilltur umhverfis- og jafnaðarflokkur og ég á erfitt með að sjá að þeir stjórnleysingjar sem þarna voru á ferð hafi mikið með þann flokk að gera. Hvað uppeldisreglurnar varðar að þá voru þær samþykktar samhljóða á þingi og eru því betur nefndar uppeldisreglur Alþingis.
Héðinn Björnsson, 20.4.2009 kl. 18:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.