6.5.2009 | 16:20
Eigum við að nota gjaldeyri í að spara kvennastöf fyrir karlastörf?
Er skynsamlegt að nota miljarðatugi í að byggja nýjan spítala með tilheyrandi gjaldeyrisútlátum til að geta rekið heilbrigðisþjónustuna með færri starfsmönnum? Ég leyfi mér að efast um það.
Vill af stað með nýjan spítala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það á alls ekki að spara í ríkisútgjöldum meðan illa árar. Það gerir engin þjóð sem ræður sér sjálf.
Doddi D (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 16:43
Það á ekki að spara ríkisútgjöld en það á að spara gjaldeyri í lengstu lof enda mikil þörf á því að halda upp möguleikum okkar á að kaupa hráefni og nauðsynjar erlendis frá.
Héðinn Björnsson, 6.5.2009 kl. 16:52
Óhefðbundnar lækningar inn í heilbrigðiskerfið. Getum ekki lengur haldið íslendingum utan við þannig úrræði sem bjarga meir en margann grunar. Ef ekki er ekki skrítið að allt fari til andskotans hér. En það gerir það ef enginn vill nota reynslusögur og tileinka sér það sem flestir í heiminum þekkja núorðið með góðum árangri. Nei höldum bara áfram að finna lausnir en þær mega náttúrulega ekki vera nýjung, svo vitlausir eru ekki íslendingar ekki! Höldum okkur bara við vanþróaða ríkið Ísland. Við eigum ekki betra skilið ef við viljum ekki tileinka okkur þekkingu heimsins. Auðvitað. Ég hefði getað sagt mér að almenningur í landinu lætur nú ekki plata sig þannig. Var kanski óþarflega bjartsýn núna. Gleymdi því kanski augnablik að er á Íslandi. Hér heitir allt rugl og vitleysa ef það kemur ekki frá menntageiranum.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.5.2009 kl. 17:20
Hvað meinarðu Anna? Hvaða lækningsaðferðir telur þú að mætti með gagni nota í íslensku heibrigðiskerfi sem í dag er haldið úti af fordómum? Og hvað kemur það við hvort borgi sig að sameina spítalana á höfuðborgarsvæðinu í eina byggingu?
Héðinn Björnsson, 6.5.2009 kl. 18:09
Sæll Héðinn,
ég er ekki viss um að nýtt sjúkrahús muni valda fækkun í fjölda starfsmanna. Við erum nú þegar undirmönnuð á flestum sviðum og rekum starfsemina oft á aukavöktum.
Sparnaðurinn felst í því m.a. að við erum á um 20 mismunandi stöðum í dag á höfðuðborgarsvæðinu. Ef við komumst í eina byggingu þá sparast mikið og m.a. samnýting á bakvaktarlínum.
Stærsti sparnaðurinn er fækkun spítalasýkinga sem skapast af þrengslum og samnýtingu margra sjúklinga á sama kamrinum, ferlega beisik-sorry. Spítalasýjingar eru mjög kostnaðasamar og kosta þar að auki mannslíf. Því er öll umræða um hvar og hvernig bull. Meðan menn tefja málið deyr fólk-ferlega beisik og sorry aftur.
Gunnar Skúli Ármannsson, 6.5.2009 kl. 21:53
Þú þarft ekkert að vera sorrý. Ég þekki ekkert til á þessum vinnustað en skildist bara að það væri verið að fjárfesta í sparnaði við samlegðaráhrif. Bæði taldi ég slíkt oft ahfa sýnt sig áður ekki að virka og hinsvegar taldi ég kannski ráðlegast að fjárfesta frekar í vinnustundum en byggingum
Ég treysti hinsvegar alveg dómgreind þinni í þessu máli og ef þú segir að tugmiljarðafjárfesting í þessu húsi sé besta leiðin fyrir heilbrigðiskerfið að taka á sig tugmilljaða niðurskurð þessa kjörtímabils að þá er það hið besta mál.
Héðinn Björnsson, 7.5.2009 kl. 00:02
Héðinn. Tryggingastofnun tekur lítinn sem engann þátt í óhefðbundnum og innlögnum á spítala landsins myndi fækka mjög, því óhefðbundnar lækna rót vandans. Efast ekki um að þetta með nýjann spítala á rétt á sér en tel þetta samt ekki rétta tímann vegna kostnaðar. Sparnaðurinn núna strax yrði meiri af óhefðbundnum tel ég en þeir sem ekki þekkja til slíkra lækninga vilja oft ekki hlusta á þetta. það yrði langt mál að lýsa því núna, hef ekki tíma núna. Skal rökstyðja þetta allt eftir minni bestu vitund og með gleði ef einhver vill vita meira seinna. Fannst þetta mjög fjarlægt sjálfri þangað til hefðbundna gafst upp á mér. En ég er þrjósk og gafst ekki upp. þess vegna veit ég hvað ég er að tala um. þetta er ekki bara bull út í loftið. Ég fíflast nú stundum ekki í þessum málum. Ef þu spjallar við fólk sem vinnur við þetta sæir þú og fleiri að þetta yrði sparnaður.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.5.2009 kl. 06:47
Óhefðbundnar lækningar er mjög stór hópur sem á ekkert frekar sameiginlegt en lækningar almennt. Gott væri að skoða hvað af þessu stenst vísindalega og efnahagslega skoðun og væri þá hægt að styðja það í samræmi við aðrar meðferðir við sömu kvillum. Ég veit að þetta er t.d. gert við meðferð áfengisvandamála með góðum árangri svo það vanntar svo sem ekki fordæmið.
Með upptöku tilvísanakerfis gefst svo vonandi tækifæri á að leggja það út til læknisfræðilega menntaðs einstaklings að taka ákvörðun um hvert sé hægt að leita með ríksistyrkta lækningu við ákveðnum veikindum í stað þess að það sé stjórnvalda.
Héðinn Björnsson, 7.5.2009 kl. 13:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.