Hver er þetta sem vill viðræður en ekki sækja um aðild!

Hvaða þjóðfélagshópur er þetta eiginlega sem vill ekki sækja um aðild að ESB en vill fara í aðildarviðræður? Er ekki einhver sem getur útskýrt fyrir viðkomandi að það er ekki hægt að fara í aðildarviðræður án þess að sækja um aðild og meðan verið er að því er kannski hægt að segja fólki frá því að það geti ekki sótt um aðild án þess að segjast þar með vilja ganga í ESB.

Mér sýnist þjóðin vera þrískipt nokkuð jafnt þar sem einn hluti er fylgjandi ESB, annar er á móti og sá þriðji hefur ekki skilið ferlið nægjanlega vel til að mynda sér samhangandi skoðun á málinu. 

 Eða er það kannski ég sem er að misskilja ferlið? Er einhver leið að komast í aðildarviðræður án þess að sækja um aðild og felur slík umsókn kannski alls ekki í sér neina sérstaka viljayfirlýsingu um að þjóðin hafi áhuga á að ganga í ESB?


mbl.is 61,2% vilja aðildarviðræður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Já það er von að þú spyrjir
Ég held að þetta sé einhvers konar saumaklúbbur kellinga af
báðum kynjum, sem hafa ákveðið að hata ESB og allt sem því fylgir.
Þetta eru fyrrum villuráfandi flokkskindur allaballa annarsvegar og talsmenn
valdaklíku Sjálfstæðisflokksins hins vegar.
Sjálfstæðismennirnir vilja viðhalda valdaklíku einkavinanna
en allaballarnir eru haldnir ólæknandi forræðishyggju og
telja allt útlenskt vera úr neðra komið.

Páll Blöndal, 7.5.2009 kl. 00:09

2 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Héðinn ég er sammála þér að þetta er furðuleg útkoma.  Ég hallast að því að það eru margir eins og Páll sem vita ekki um hvað málið snýst og engar upplýstar skýringar á því hvað það þýðir að ganga í ESB.  Þess vegna vita margir ekki hvað okkur er fyrir bestu og síðan þeir sem halda að ESB sé lausnin á öllum vanda.

Tómas Ibsen Halldórsson, 7.5.2009 kl. 00:45

3 Smámynd: Páll Blöndal

Já Tómas
Mikið er gott að hafa svona menn sem raunverulega "VITA" um hvað málið snýst.
Við hin getum bara hætt að skipta okkur af þessu.
Hinn alvitri minnihluti valds-og forræðishyggju sker bara úr um málið.
Við þurfum þá engar kosningar frekar en fyrri daginn, herra alltveit!

Páll Blöndal, 7.5.2009 kl. 01:02

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Mér sínist þið báðir vera að benda á ákveðnu hópana annað hvort neihópinn (Páll) eða jáhópinn (Tómas) en hver er eiginlega þessi hópur sem vill aðildarviðræður án þess að sækja um aðild og hefur sá hópur einhverja hugmynd um hvernig maður kemur slíku í framkvæmd?

Héðinn Björnsson, 7.5.2009 kl. 02:32

5 identicon

Sæll vinur.

Ég skal taka á mig að vera í þessum týnda þriðjungi (og viðurkenna um leið að það sé kannski ekki alveg rökrétt, en við lifum etv ekki öll rökréttu lífi).

Ég var ekki spurður í umræddri könnun, en væri ég spurður hvort ég vildi í ganga ESB, já eða nei þá hefði ég væntanlega svarað nei. Aðallega vegna þess að ég veit ekki í hverju það felst nákvæmlega (kannski sjálfum mér að kenna þessi fáviska?). Hins vegar teldi ég mig fá fyllri mynd á nákvæmlega kostum og göllum aðildar ef ég fengi að sjá aðildarsamninginn sem mér skilst að sé ekki fáanlegur fyrr en að loknum viðræðum og þess vegna er ég hlynntur viðræðum. Skiljú?

Væri því farin þessi (fáránlega að mínu mati) leið tveggja þjóðaratkvæðagreiðslna myndi ég kjósa með aðildarviðræðum og meta það svo sjálfstætt útfrá samningnum hvernig ég verði seinna atkvæði mínu, en a priori væri ég mótfallinn aðild en það gæti breyst ef góðum samningum væri náð.

Benni (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 08:15

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Gott að heyra frá týnda hlekknum í íslenskri pólitík og hlakka til að sjá þig : - )

Héðinn Björnsson, 7.5.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband