Stóra spurningin: Hver er nettó vaxtabyrði þjóðarbúsins?

Hætt er við að eignir okkar erlendis ávaxtist ekki jafn vel og lánin sem við þurfum að greiða af og því held ég að varlega áætlað sé að við þurfum nettó að greiða af sem svarar 2000 milljörðum vexti og afborganir. Séu vextir 6,7% eins og talað hefur verið um í óstaðfestum fréttum gera það um 135 milljarða í vexti. Miðað við fasta greiðslu upp á 175 milljarða myndi það taka okkur 23 ár að klára að borga en slíkar greiðslur þyrftu að takast af útflutningi okkar sem er um 400 milljarðar. Til að það gangi upp er nokkuð ljóst að við þurfum að spara innflutning verulega og auka útflutning því innflutingur okkar janúar til mars 2009 var um 90 milljarðar sem samsvarar um 360 milljörðum á ársbasis. Viðskiftahalli okkar væri þá um 135 milljarðar sem þyrfti að brúa með því að minnka neyslu, auka innlenda framleiðslu til heimanotkunar sem og til útflutnings.

Þetta eru grófar áætlanir og viðskiftahallinn minnkar um 50 milljarða ef vextirnir eru 3% í stað 6,7% en mér sýnist að stefnt sé að því að draga úr innflutningi sem nemur 100 milljörðum ári hverju og er líklegt plan væntanlega að notaðir verði til þess tollar, gjaldeyrishöft, neysluskattar og fastheldni gagnvart skuldurum. Erum við tilbúin að kingja þessu eða ætlum við að leita annarra lausna?


mbl.is 3100 milljarða skuldir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Summa sumarum við stöndum ekki undir bæði vaxtabyrgði erlendra lána og því að halda uppi nútímasamfélagi á Íslandi.

Héðinn Björnsson, 7.5.2009 kl. 19:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband