Húsnæðislánamál eru friðarmál

Flokkur sem berst fyrir friðarstefnu getur ekki stefnt að því að hleypa úthverfum borgarinnar í vígvöll milli útburðarfólks og verjendur húsa. Þess vegna verður að fella niður lán umfram eignarstöðu svo fólk geti valið frekar að skila húsinu sínu og fara að leigja án þess að sitja í skuldafangelsi um aldur og ævi. Ég er stoltur af að tilheyra flokki sem ætlar að finna sáttarleið út úr þessu erfiða máli. Dreyfum byrðunum og gerum þetta saman.
mbl.is Málefnahópur VG vill lækka höfuðstól lána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þfetta er nú bara tillaga málefnahóps innan VG en ekki tillaga VG. VG sagði allt annað fyrir kosningar og því væru það svik við kjósendur VG að taka þetta upp núna.

Sigurður M Grétarsson, 8.5.2009 kl. 10:31

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Jamm en landsfundur VG samþykti samt eftirfarandi:

"Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að leita leiða til að lækka höfuðstól húsnæðislána eða frysta hluta hækkunar höfuðstóls lána vegna verðbólguskotsins. Einnig að gerð verði tímasett áætlun um afnám verðtryggingar.

Ekki verði gengið lengra í innheimtu skulda en að lánastofnun leysi til sín veðsetta eign."

Efnahagshópurinn hefur síðan starfað áfram og gert þetta að tillögu sinni til stjórnar VG sem útfærsla á þessarri ályktun og hefur starfað í samstarfi og fullum trúnaði við forustu VG.

Það eru ekki svik við kjósendur að vinna að framkvæmd ályktanna landsfundar síns, ekki síst þegar að landsfundir hinna flokkanna á þingi allir samþykktu svipaðar ályktanir. 

Héðinn Björnsson, 8.5.2009 kl. 14:13

3 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Mér finnst greinilegt sem menn séu loksins farnir að átta sig á alvarleika vandans.  Það verði að snúa þróuninni við, ef hér á ekki að verða ennþá dýpri kreppa.  Slíkur viðsnúningur verður ekki fyrr en krónunum fjölgar sem fólk getur sett í neyslu.  Svo einföld er staðan.

Marinó G. Njálsson, 8.5.2009 kl. 14:41

4 Smámynd: Margrét Sigurðardóttir

Skorum á Steingrím að nota sem skiptimynt við Jóhönnu: umsókn að EBE í staðinn fyrir leiðréttingu á íbúðalána-útreikningum. Kommon.

Margrét Sigurðardóttir, 9.5.2009 kl. 00:13

5 identicon

Margrét, ég held því miður að Steingrímur sé jafn þver og Jóhanna en það má reyna.

Héðinn, þú hittir naglann á höfuðið með þessari fyrirsögn.  Í því ástandi sem er í dag er þörf fyrir þjóðarsátt en það er útilokað á meðan hluta þjóðarinnar er fórnað fyrir hag hinna.

Það hefur farið óskaplega í taugarnar á mér hvernig forustumenn stjórnar-flokkanna hafa leikið sér að því að fara beinlínis með rangt mál í þeim tilgangi að æsa þjóðfélagshópa upp á móti hverjum öðrum.  T.d. heyri ég fólk enn tala um 1200 milljarðana sem Steingrímur sagði að leiðrétting lána myndi kosta. 

Meira að segja 200-300 milljarðar sem oftast eru nefndir eru of há tala eins og Marinó hefur bent á.  Sú tala gerir annars vegar ráð fyrir því að engin muni fara á hausinn þó svo að ekkert verði gert og hins vegar að leiðrétting lána myndi ekki verða til þess að neinn myndi bætast í hóp þeirra sem geta staðið í skilum

Nú er þörf á að vinna að friði í þessu landi. 

Þórður (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 01:40

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það fellur á fólkið í grasrótinni að mynna forustumenn sína hvað var samþykkt á landsfundum flokks þeirra og þrýsta í gegn sátt í efnahagsmálum á Íslandi svo við getum farið að einbeita okkur að því að koma landinu aftur í gang og byggja hér upp nýtt hagkerfi, eðlisólíkt hinu fyrra.

Héðinn Björnsson, 11.5.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband