28.5.2009 | 16:45
Ég hélt að það væru bara lönd sem gætu sótt um aðild að ESB :P
Ég veit þetta er orðhengilsháttur en mér finnst samt fyndið þegar fólk segist vilja sækja um aðild að ESB þegar það meinar að það vilji að Ísland sæki um aðild að ESB. Ég skal reyna að vera málefnalegri í næstu færslu og ræða mál út frá innihaldi þeirra og vona að þingmenn fari líka að taka upp slíkt háttarlag og fari að ræða um málefni í stað málsmeðferð hluta.
Vill sækja um ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Axel Þór Kolbeinsson, 28.5.2009 kl. 17:51
Það eru einmitt svona umræður sem ég nenni að taka þátt (hvað segir það um mig?)
Ég veit ekki hvernig „Ísland“ færi að því að sækja um aðild að ESB, fyrst og fremst vegna þess að ég hef enn ekki getað áttað mig á hvað fósturjörðin mín vill (vilji hún nokkuð á annað borð). Ég skil hvernig ríkisstjórnin getur sótt um aðild, fyrir hönd þjóðar sinnar og ég veit líka hvernig þjóðin getur tekið afstöðu í málinu með atkvæðagreiðslu, en veit alls ekki hvernig landið sjálft getur gert nokkurn skapaðan hlut.
Benni (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:15
P.s. Hversu niðurdrepandi er það fyrir stærðfræðikennarann að flaska á stærðfræðispurningunni í ruslpóstvörninni? Fyrst reyndi ég raunar að skila með bókstöfum eins og eðlilegt hlýtur að teljast þegar þannig er spurt, en svo klikkaði ég á samlagningunni :( hahahaha.
Benni (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 19:17
Góður :-)
Hef hinsvegar reglulega notað Ísland sem bæði orð yfir eyju í N-Atlantshafi og ríki sem formlega heitir Lýðveldið Ísland.
P.S. Gangi þér vel í dulmálsfræðunum ef þetta er mikið að vefjast fyrir þér :P
Héðinn Björnsson, 29.5.2009 kl. 08:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.