28.5.2009 | 18:28
Allt á fullu í vínbúðinni, nú verður hörkufyllerí um helgina.
Sé út um gluggan í vinnunni að það er allt að fyllast í vínbúðinni. Allir að kaupa sér lager áður en hækkanirnar koma til að "spara" svo mikið :) Svo gerist hið venjubundna að auknar byrðir auka neyslu manns og því spái ég að það verði mikil ölvun í bænum um helgina. Þetta var allavega niðurstaðan nokkrum sinnum fyrir áramót þegar fólk margkeypti sér jólabyrðirnar vegna hækkanna :)
Ætli séu aðrar þjóðir sem drekki sér til sparnaðar?
Álögur á eldsneyti og áfengi hækka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Mikið er nú gott að drekka ekki áfengi.
Björn Ingi (IP-tala skráð) 28.5.2009 kl. 22:32
Segi sama og meira að segja annsi feginn að keyra heldur ekki bíl né reykja en samt borga ég nú 35-40 þúsund gegnum verðtrygginguna á mínu litla húsnæðisláni. Slepp samt fáránlega vel út úr þessu. Ég sé ekki alveg réttlætið í því að reyna að kreista enn meira fé út úr óreglufólki. Er nokkuð viss um að sá hópur er svo gjörsamlega á kvínandi kúpunni þessa dagana að það er ekki til neins að reyna að hafa af honum meira fé.
Héðinn Björnsson, 29.5.2009 kl. 09:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.