29.5.2009 | 08:53
Skattlagning sem sparar gjaldeyri en legst hlutfallslega harðast á þá sem eru veikastir fyrir.
Það er sumt sem truflar mig við þessa hækkun.
- Verðtryggingarhækkunin upp á 7-8 milljarða er hið augljósa. Þetta samsvarar 400 milljóna árlega skattahækkun sem fellur verst á þá sem eru skuldugastir.
- Krónutöluhækkun áfengis legst harðast á þá sem drekka ódýrustu gerðir áfengis og er því í raun 6% hækkun fyrir hina ríku og 11% fyrir millistéttina og 0% fyrir bindindisfólk og bruggara. Umtalsvert betra hefði verið að hækka vaskinn á áfenga drykki svo það legðist jafnara á fólk.
- Að keyra þetta í gegn á einu kvöldi ber ekki vitni um góða stjórnsýsluhætti. Ég veit að þetta hefur verið gert svona áður en það er margt sem við viljum gera öðruvísi en gert hefur verið og því tek ég það ekki sem afsökun. Það þarf að koma á einhverskonar lágmarkstíma frá því að frumvarp er lagt fyrir þingið og þar til það verður að lögum.
Áfengi hækkar um 6-11% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.