En með hvaða tilkostnaði?

Viðskiptajöfnuður fyrstu fjóra mánuðina var 16,9 milljarða fyrstu fjóra mánuði ársins 2009. Þetta svarar til 50 milljarða jákvæðs vöruskiptajöfnuðar á ársgrundvelli. Þessi vöruskiptajöfnuður dugar ekki til að greiða vexti af erlendum lánum þjóðarbúsins  (um 150 milljarðar miðað við 3100 milljarða skuld og 5% vexti). Þess vegna var farið í að hækka vörugjöld til að draga úr neyslu og þess vegna munum við sjá áframhaldandi gengisfall. Það er þannig sem við eigum að standa undir skuldabyrgðinni en ef sú leið verður farin mun það valda óeirðum og uppþotum ólíkt nokkru sem við höfum séð áður.

Eina leiðin sem ég sé sem færa er að semja um vaxtalækkun við erlenda lánadrottna og halda stórfelda útskýringar- og lausnarfundi með íslensku þjóðinni til að útskýra stöðuna og fá aðstoð fólksins í landinu við að leita lausna. Núverandi reikningsdæmi gengur bara upp í Excel.
mbl.is Ísland stendur undir skuldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband