Endureinkavæðing bankakerfisins framundan?

Á nú að keyra svikamylluna eina ferðina enn og gefa bankana aftur með ríkisábyrgð svo hægt sé að láta þá hyrnja á okkur aftur ef ske kynni að við ynnum í lottó og kæmumst af hnjánum aftur einhvern tíman. Helvítis fokking fokk!
mbl.is Útibú erlendra móðurbanka?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, og ekki bara einkavæðing, heldur framsal til alþjóðlegu bankamannanna.

Georg O. Well (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 10:52

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

Allt er betra en siðspilltir Íslendingar. 

Andri Geir Arinbjarnarson, 16.6.2009 kl. 10:56

3 Smámynd: Sveinn Ríkarður Jóelsson

Nú veit ég ekki uppá krónu hvað banki minn greiddi fyrir skuldabréfið mitt þegar hann "verslaði" það af gamla bankanum en ég er í það minnsta kosti enn að efna þann samning.

Fæ ég þá hlut í bankanum um það sem ufram telur á meðan ég stend í skilum og skaffa nýjum banka eigið fé?

Er ekki bara réttlátt að skuldir umfram eignir séu með veði í bankanum mínum, svona til þess að halda þeim á mottunni ef til einkavæðingar væri efnt með hraði?

Sveinn Ríkarður Jóelsson, 16.6.2009 kl. 11:12

4 identicon

Tölfræðin gefur til kynna að hagkerfi með einkareknum bankastofnunum standa sig betur til langstíma þ.e. á mælikvarða landsframleiðslu/mann sem er einn stærsti þáttur í mælingum á lífsgæðum.

Tölfræðin gefur hins vegar líka til kynna að lönd með innistæðutryggingakerfi upplifa vanalega ýktari sveiflur fjármálamarkaða með risa bólum og ofurhröðu falli. Innstæðutryggingakerfið íslenska, ef við viljum halda í það yfirhöfuð, þarf að breytast. Rétt væri að það yrði skýrt að innstæður í innistæðutryggingasjóð tryggja ekki bankainnistæður ef um er að ræða kerfishrun (fyrirfram skilgreint scenario) auk þess að tryggja ekki bankainnistæður umfram framlög í sjóðnum. Þ.e. að engin ríkisábyrgð sé á sjóðnum. Það er reyndar þannig í dag en það er ekki nógu skýrt (sumir vilja líka borga Icesave til að halda evrópubúum góðum, af hverju skyldi það vera?).

jeje (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 11:38

5 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Hvað er maður búinn að heyra þennann söng oft á síðustu mánuðum?

"Mjög nauðsynlegt er að lokið verði sem fyrst við efnahagsreikninga bankanna til að tryggja hér eðlilega bankastarfsemi. Mikilvæg forsenda endurreisnar bankakerfisins er aðkoma og eignarhald erlendra banka að einum eða fleiri nýju bankanna.  Áhersla er lögð á hraða lækkun stýrivaxta sem lykilforsendu þess að sköpuð verði nauðsynleg rekstrarskilyrði fyrir atvinnulíf og heimili. "

Mun oftar en "Is it true" með Jóhönnu og var það lag alveg að gera mann vitlausan.  Nú er enn einu sinni búið að fresta þessum stofnefnahagsreikningum  um einn mánuð.  Ekket bólar á frekari stýrivaxtalækkun.  Að lokum,  það hefur enginn erlendur banki hin minnsta áhuga að koma að rekstri íslenskra banka.  Ísland er skuldugusta og spilltasta land á vesturhveli jarðar og fara þar nautheimskir og illa upplýstir stjórnmálamenn í fararbroddi.

Guðmundur Pétursson, 16.6.2009 kl. 11:54

6 Smámynd: Héðinn Björnsson

Sæll jeje, getur þú bennt á þessa tölfræði sem þú vitnar í fríhendis því þetta er alls ekki mín tilfinning. Ef við reynum að bera saman nokkur sambærileg lönd og breytingu á landsframleiðsluá mann:

Þar að auki má bera saman langtímavöxt landframleiðslu eftir áratugum á Íslandi og þá mun væntanlega sjást að langtímavöxturinn var mestur á þeim tíma þegar bankastarfsemi var sem mest í ríkiseigu, því þó að hagkerfið hafi bólgnað út á nokkrum árum eftir einkavæðinguna mun það vera hrokkið aftur og vel það þegar lokið hefur verið við þennan áratug í lok næsta árs. Ég hlakka samt til að sjá tölfræðigögnin þín. 

Héðinn Björnsson, 17.6.2009 kl. 17:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband