10.8.2009 | 16:29
Hvað á að nota hann í?
Af hverju er ekki hægt að drullast til að útskýra nákvæmlega hvað á að nota peningana í? Ef nota á þá í að endurfjármagna skuldir Orkufyrirtækja og banka er vel hægt að koma því út úr sér. Ef á að nota þá til fjárfestingar hér á landi er um að gera að láta okkur vita af því svo við getum metið hvort slík fjárfesting sé líkleg til að standa undir vaxtagreiðslum. Ef á bara að láta þá liggja í banka eru þeir vita gagnslausir.
Verulegur gjaldeyrisforði nauðsyn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Borga út jökla- og krónubréfin. Það er tilgangurinn. Það má bara ekki segja okkur það því þá verður þjóðin brjáluð. Þetta verður ofan á icesave brjálæðið og krónan fer til andskotans og ömmu hans. Skuldir landsins verða þá óbærilegar og ég þori varla að hugsa til þess.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 10.8.2009 kl. 23:05
Ég skil lógíkina einhvern veginn svona: ef við tökum risalán og verðum ofboðslega skuldsett þá sýnir það umheiminum að við erum verðugir lántakendur, svokallaðir professionals. Ef við hins vegar höldum áfram að vera skuldlaus þjóð þá vill enginn lána okkur til nauðsynlegrar uppbyggingar! Ekki myndir þú vilja lána manni sem ekki kann að vera skuldugur; algjörum viðvaningi? Kannski veit hann ekkert hvernig hann á að haga sér! Best að lána einhverjum stórskuldugum; hann veit þó amk hvað af honum er ætlast...
Benni (IP-tala skráð) 10.8.2009 kl. 23:27
Ég hef reyndar líka heyrt að það eigi að nota peningana til að vera baktrygging fyrir innflutning á vörum. Einhvernvegin finnst manni samt ekki eigi að þurfa alveg svona miklar baktryggingar fyrir vörum til Íslands.
Héðinn Björnsson, 11.8.2009 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.