12.8.2009 | 15:06
Skynsemi fyrir hvern?
Fyrir hvern er það ekki skynsamlegt? Ég fæ ekki betur séð en að slík niðurfelling myndi vera góð leið til að gæta jafnræðis milli skuldara svo að þeir sem hafi sambönd fái ekki afkriftir langt umfram þá sem erfitt eiga með að verja sig, óháð réttmæti krafna bankans. En það er kannski skynsamlegra fyrir kerfið að afskriftirnar fari fram undir bankaleynd.
Almenn afskrift skulda ekki skynsamleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
ÆÆÆ. En hvað maðurinn getur sýnt af sér mikinn kjánaskap. Ég verð að viðurkenna að stundum held ég að eitthvað vanti í manninn. Skynsemi a.m.k. Ég held ég geti fullyrt hér og nú að bankarnir komi ekki til með að afskrifa krónu eingöngu til að létta undir með skuldaranum og gera honum kleift að ráða þá við restina. Þeir afskrifa ekki hjá almennum borgara fyrr en þeir neyðast til. Það þýðir lítið fyrir Jón og Gunnu að fara bónleiðina til þeirra. Ætli þau þyrftu ekki uppáskrift frá Gylfa fyrst!
assa (IP-tala skráð) 12.8.2009 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.