Verstöðin Ísland?

Ein leið til að koma á jákvæðum viðskiptajöfnuði er að flytja til útlanda skuldsett atvinnulaust fólk og fólk  úr innanlands-þjónustugeiranum sem heldur þá áfram að borga til landsins af lánum sínu erlendis frá og mun líklega koma talsvert sem ferðamenn að heimsækja ættingja hérna heima. Slíkur útflux af fólki mun þá skila sér í minni innflutningi og minni þjónustu við þá sem eftir eru en ekki draga verulega úr útflutningstekjum. Þannig má reyna að hámarka vöru- og þjónustujöfnuð til að reyna að láta hann ná að vega upp á móti þeim neikvæða þáttatekjujöfnuði sem verður væntanlega um 140-160 miljarðar á ári.

Ef þessi leið verður farin mun það þíða að mörg þjónusta sem við þekkjum í dag (s.s. viðgerðir, heilbrigðisþjónusta, skólaþjónusta og kvöldopnun á verslunum, ) verða erfiðari og erfiðar að fá og verða dýrari. Einnig mun fólksfjölda landsins minnka talsvert og meðalaldur hækka, en lífslíkur lækka. Stærsta hættan er að eftir því sem fleiri verða reknir til útlanda með efnahagslegum aðferðum fari að bresta á flótti meðal þeirra sem skaffa útfluttningstekjurnar og þá hefjist dauðaspírall fyrir samfélagið sem erfitt verði að brjóta. 


mbl.is Er fólksfækkun jafnvel jákvæð í kreppunni?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband